Færsluflokkur: Bloggar

Veturinn komin

Þegar við vöknuðum þá var kominn 40 cm snjór og mikið vetrar ríki.  Magnús Orri hafði fundið gamlan sparksleða í útigeymslunni hér svo hann var mjög spenntur að prufa hann.  Ég man ekki eftir að hafa séð svona sleða síðan ég var á hans aldri en þeir eru víst mjög vinsælir hér.

Nú er bara að skella sér á sleða í búðinna og annað sem maður þarf að fara. 


Fjölskyldan komin

Nú eru þau Anna Brynja og Magnús Orri komin til Elverum.  Magnús Orri byrjaði í skólanum í gær og ætlaði að vera einn tíma en þeir urðu tveir og gekk vel.  Í dag var hann svo allan kennsludaginn og síðan fór hann með sýnum hóp í heimsókn til eins bekkjarbróðurs og fór Anna með honum.  En þegar ég ætlaði að sækja þau, fann ég ekki götuna og leitaði í klukkutíma án þess að finna húsið.  Þetta var nokkuð frá okkur, endaði svo með að þau fengu far heim og þá áttaði ég mig á því hvar þetta var.

Annars er það mjög gott að fá þau og fá allt í fastar skorður. 


Sigur

Spenna

í kvöld unnum við NitHak 34 - 33 á heimavelli.  Við leiddum allan leikinn og fórum í 6 marka forustu en slökuðum á í restinna og gerðum þetta allt of spennandi.  Við áttum að klára þetta  þegar 10 mínútur voru eftir en klikkuðum á tveimur vítum og þeir gengu á lagið.

Nú gekk sóknarleikurinn mjög vel en varnarleikurinn var slakur megnið ef leiknum en NitHak sem hefur byrjað mjög ílla var komið með nýjan vinstri bakvörð sem er víst yfir 2 metra, eru með hann og góðan miðjumann sem okkur gekk erfiðlega að stoppa.

Siggi Ari spilaði mjög vel og var markahæstur með 8 mörk en Flóki sem ekkert hefur æft í viku kom inná um miðjan fyrri hálfleik en fann sig ekki.

það sem verst var að þegar ég ætlaði að fara að spila leikinn inná tölvunna og leikgreina hann þá hefur videomaðurinn klikkað og enginn leikur var á spólunni.  Svo ég held bara áfram að mála án nokkurs samviskubits á morgun stað þess að leikgreina.

Síðan er bikarleikur á miðvikudaginn við Haugaland úti og verð ég að núllstilla leikmenn fyrir hann svo við komum á fullri ferð í hann. Eftir að við unnum þá fyrir tveimur vikum í deildinni þá er alltaf erfitt að mæta liðum aftur svo stutt síðar. 


Stofurnar búnar

Eins sést heur á bloggfærslunum hef ég verið önnum kafinn við að mála en nú eru stofurnar búnar og  er ég að fara að  koma húsgögnum á réttan stað.  Sögusagnir um að ég hafi fengið mér aðstoðarmenn eru sannar en þeir Flóki og Siggi Ari hafa komið í tvo daga og haft mjög gaman af enda er gaman að mála í góðum félagskap.  Einnig kom Hildur kærastan hans Sigga Ara með smá kvenlega innsýn á verkið.

Að vísu fór ég með Flóka í myndatöku til Lilleström á fimmtudaginn útaf mjaðmarmeiðslunum sem hann hefur átt í.  Ætlaði ég að nota ferðinna til þess að kaupa mér bækur í íþróttaháskólanum í Osló sem er stutt frá en þá var vörutalning í bókasölunni þennan dag.  

En ég hitti Þórir Hergeirsson í skólanum svo við gátum fengið okkur kaffi og spjallað um handbolta í tvo tíma svo ferð var nú ekki aveg til einskins.

það er nú alltaf gaman að spjalla um handbolta.


Byrjaður að mála

Þannig að það er ekki mikill tími fyrir bloggið þessa daganna því núna er bara þjálfað og málað.  Þessi vika í boltanum fer í að undirbúa liðið fyrir tvo mjög mikilvæga leiki.  Fyrst á sunnudag er heimaleikur við NitHak og síðan á miðvikudag er leikur við Haugaland í átta liða úrslitum í bikarnum í Haugasund.

Annars þurfti ég aðeins að skreppa til Sanderfjord um helginna svo ég er aðeins eftir áætlun með málarastarfi en bæti það upp með næturvinnu í vikunni.

 


Regnhlífa menning

Í Haugasund eru þeir vanir rigningu og að hún komi óvænt svo þeir hafa komið sér upp regnhlífum á veitingahúsum, hótelum og verslunum.  Svo þegar byrjar að rigna þá kippir maður með sér næstu regnhlif sem maður finnur og skilar henni svo á næsta stað þegar hætt er að rigna.  

Fannst okkur þetta vera nokkuð skemmtileg menning að sjá alla með eins rauðar reghlífar á ferðinni í gær þegar við vorum á leið uppá hótel í rigningunni. 


Fyrsti deildar sigurinn

Við unnum Haugaland í gær 27 - 23 á útivelli.  Við spiliðum mjög góða vörn sem skilaði okkur þessum sigri.  En sóknarleikurinn datt aftur niður og var ekki áferðarfallegur, minnti mig nokkuð á Þórsboltann með Aigars í stuð þegar ég var að greinan í dag  enda skilaði þetta okkur sigri.

Við byrjuðum vel og komumst fljótt  4. marka mun sem helst meira og minna allan leikinn.  En eftir að við höfðum spilað mjög vel í 20 mín kom baksla í sókninna og það var eins og við ætluðum að halda fengnum hlut sem er nu ekki vænlegt til árangurs í svo langan tíma.  Sem betur fer var vörnin frábær og markvarslan yfir 50% svo við lönduðum sigri.

Siggi Ari spilaði vel og skoraði 7 mörk og hefur líka verið að spila mjög góða vörn.  Flóki er meiddur á mjöðm og því lítið sem ekkert getað æft eða spilað en hann kom inná í einu víti og varði það mjög vel. 

En meiðsla listinn er alltaf langur og þegar einn er orðin góður kemur annar í staðinn nú er einn fingurbrotinn auk Flóka en Stig Rasck er aðeins að koma til og spilaði aðeins í gær 


Að hugsa um eitthvað annað en handbolta

Nú hef ég nánast ekkert hugsað um annað en handbolta síðan ég kom hingað til Elverum vegna  þessara mistaka með skólann.   Það hefur verið mjög gaman og gott að vinna 100 % við áhugamál sitt en það er ekki sjálfgefið að fá það.

En nú finn ég að ég verð að gera eitthvað annað með og er ég að byrja að mála íbúðinna okkar en hún er frekar dökk núna þegar farið er að hausta.  Svo ég ætla að vera langt kominn þegar Anna og Magnús Orri flytja hingað í lok mánaðarins.

En fyrst er ég að undirbúa úti leik við Haugaland en það er rúmlega sólahrings ferðalag því við náum ekki flugi heim eftir leik og gistum því í Haugasund.  Þannig að maður byrjar á fullu á fimmtudag eða föstudag því næsti leikur er ekki fyrr en 15 október.

Ég kem síðan heim í nokkra daga frá 19. til 24. október og verður það mjög gaman. 


Flott lýsing

Það var gaman að fylgjast með lýsingu á leik Vals og Akureyrar í dag á heimasíðu Akureyrar.  Það verður vonandi líka lýsing af heimaleikjum félagsins fyrir þá sem vilja fylgjast með en komast ekki á völlinn.

Gaman verður að fylgjast með gengi félagsins og ekki ólíklegt að það taki nokkra leiki að spila liðið saman en allavega verður varnarleikurinn góður í vetur það er nokkuð öruggt.

Gangi ykkur vel strákar og takið stefnunna í efri hlutan í deildinni. 


Sigur í bikarnum

Í kvöld unnum við Heimdal í bikarnum 33 - 27 eftir að hafa verið undir í hálfleik 19 - 16 og erum við þar með komnir í 8 liða úrslit í bikarnum.

Heimdal sem hafði unnið Kragerö í fyrsta leik í deildinni stórt eru nýliðar í úrvaldsdeildinni og hafa á að skipa nokkuð skemmtilegu liðið.

En við spiluðum mjög góða vörn í seinni hálfleik og unnum góðan sigur.  Siggi Ari skoraði fjögur mörk á afmælisdegi sínum en hann fór úr lið á litla fingri um miðjan fyrri hálfleik en kom aftur inná og kláraði leikinn.  Flóki var á bekknum allan leikinn þar sem Morten spilaði mjög vel en hann hefur verið að standa sig vel í bikarkeppninni. 

Þetta verður vonandi til þess að auka sjálfstraustið hjá leikmönnum. 


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband