Færsluflokkur: Bloggar

Janúar 2007

img_1440.jpg

Á skautum skemmti ég mér !

Á skautum skemmti ég mér !

Við skelltum okkur á skauta um helgina, reyndar bara MO þar sem við eigum ekki skauta. Þessi mynd er tekin í dag á skólalóðinni hans en það er búið að gera þetta fína skautasvell og krakkarnir mæta með skautana í skólann og eru á skautum í frímó. Ekki málið hjá kennurunum að aðstoða þau með að binda skauta og festa hjálma. Og í dag voru börn og fullorðinir í leik á öllum þremur skautasvellunum hér í nágrenninu. Svo var farið í kyndlagöngu frá miðbænum að kirkjunni sem er hér rétt við hliðin á okkur og minnst vitringanna þriggja og jólin kvödd.

 

Af handboltanum er lítið að frétta, æfingar og æfingaleikir fram til 8.feb. Áframhaldandi leit af leikmönnum, spurning um að fara leita til þeirra sem hafa boðið sig framm, þeirra bræðra Ste. og Try. og gömlu kempuna Björn Pálmason í stöðu skyttu :-), nei nei að öllu gamni slepptu þá er þetta ekkert gamanmál fyrir þjálfarann að vera í þessari stöðu. 

Annars höfðum við það fínt um jólin, hittum marga, borðuðum mikið og sváfum lengi. Allt eins og það á að vera. Áttum svo góðan endasprett hjá Agnesi og co. í Garðabæ.

Anna fór í atvinnuviðtal á föstudaginn, aldrei áður lent í svona formlegu viðtali á mínum ferli sem hjúkka, en það eru víst margir um starfið og reyndi ég að svara af bestu getu um stefnu Norðmanna í öldrunarmálum. Ég ætla nú að kíkja upp á spítala aftur á morgun og taka stöðuna en svo virðist sem það sé frekar erfitt að fá vinnu hér sem hjú.fr.

Við höfum að sjálfsögðu fylgst með Íslendingunum í handboltanum, hittum þá nú marga í Keflavík á fimmtudaginn, en landsleikir hafa sem betur fer ekki verið ræddir mikið á æfingum helgarinnar.

 Jæja látum fylgja með hérna aðra mynd af drengnum við uppvaskið, það má segja að hann sé alfarið tekin við því enda sá eini á heimilinu sem kemst nálægt réttri stærð við bekkinn.

Biðjum að heilsa í bili AS-ABog MOA


Öll saman komin á Akureyri

Ég kom til Akureyrar klukkan fjögur á aðfaranótt þorláksmessu eftir langa bið eftir flugi á Gardemoen í sex tíma vegna seinkunnar á Ameríkuflugi.  Þegar ég lenti í Keflavík var allt flug til Akureyrarar löngu aflýst vegna veðurs svo að það var ekkert annað að gera en taka bílaleigubíl og halda norður á leið, sem gekk mjög vel.

Þannig að við erum öll komin í jólaskap og eftir að hafa farið í árlegt jólasund í morgun eru nánast jólin komin.

Við verðu svo á Akureyri til 3 janúar þegar við höldum öll saman aftur til Elverum.

Við óskum öllum gleðilegra jóla. 


Að vera í glasi á þingi

Ein aðalfréttin hér er að nokkrir norskir þingmenn hafi verið komnir aðeins í glas þegar þeir samþykktu fjárlöginn.  Fannst mönnum þetta frekar dapurt en spurninginn er hvort þeir hafi bara þurft að fá sér einn styrkjandi til þess að geta samþykkt lögin.

En fróðlegt væri að vita hvort íslenskir þingmenn hafi nokkurt tímar verið komnir í glas í sínum vinnutíma og samþykkt einhver lög yfir okkur ekki alveg með skýra hugsun. 


Eru að koma jól?

Jæja þá er ég búinn með þá leikjatörn sem var í desember og ekki var uppskera nógu mikil því við náðum bara í tvö stig.

En í þessari viku hef ég gist á hóteli í Stord og Stavanger en það var ótrúlegt að það rigndi á hvorugum staðnum.  En þessir staðir eru þekktir fyrir vætu og bleitu.  Ég veit ekki hvort að það hafi haft áhrif á mína stráka því við spiluðum bara vel í 30 mín. af þeim 120 mín sem við hefðum þurft.

En Anna og Magnús Orri eru komin til Íslands og fer ég á morgun það verður ágætt að taka smá jólafrí frá boltanum.

Nú ætla ég að skella mér í jólaskap Smile 


Helgin

Elverum guttar

Við áttum góða helgi hér í Norge. Byrjuðum á því á föstudag að bjóða strákunum í Elverum í mat. taco lasagnia, heimabaka ólífubrauð og salat. Voða lukka sem skilaði sér í góðum leik á sunnudag þar sem þeir unnu Fyllingen í æsispennandi leik. Magnús Orri var orðinn svo spenntur að undir lok leiksins vildi hann bara fara heim og há grét enda spennan í húsinu orðin gífurleg og mikill hávaði. En þá brugðum við á það ráð að slökkva á heyrnartækjunum og þá var nú allt miklu betra.

Á sunnudaginn fóru AB og MO á Glommendalsmuseum og vorum við .þar frá 13-16, ýmislegt var í boði fyrir börnin, akstur í hestakerru, föndur og tónleikar. Við fórum á tónleikana sem tóku 30 mín, það var verið að segja norskar jólasögur og syngja jólalög, mjög gaman þó að við höfum kannski ekki skilið alveg allt. Svo steypti MO kerti sem hann ætlar að kveikja á á aðfangadag hjá ömmu og afa. Þegar mamma kom í heimsókn þá fórum við í Skogmuseum og þar var í boði að byggja fuglahús, sem MO gerði og svo máluðu amma og MO það (sjá myndir).

Annars er bara verið að leggja síðustu hönd á jólagjafainnkaup, en miðað við fréttir undanfarna daga frá Ísl., Noregi og Danmörku um það að fólk sé alveg að missa sig í þessum innkaupum þá höfum við haldið okkur á mottunni, enda felast jólin ekki í þessum blessuðu veraldlegum gæðum sem fólk heldur að það verið hamingjusamara af, heldur að vera saman í sátt og samlyndi og njóta tímans saman.  Eru þið ekki sammála:-)

 

 


Fleiri myndir

Við erum hér enn :-)

Fakkeltog.
03122006114

Komiði sæl vinir og vandamenn, nú hefur húsfreyjan tekið við blogginu þar sem bóndinn gerir lítið annað þessa dagana en að tala í símann víða um heim í leit að mönnum sem geta skorað mörk. Þannig að ef þið eruð á lausu eða vitið um einhvern sem þið teljið að geti skotið á mark fyrir smá summu þá látið hann endilega vita svo ég nái sambandi við hann aftur.  Nei eins og þið sem fylgist með gangi mála í boltanum hefur árangurinn ekki verið upp á marga fiska að undanförnu en það er nú vonandi allt að lagast. Nánari fréttir um það síðar.

Magnús Orri er alltaf jafn ánægður í skólanum og þessa dagana er mikill undirbúningur fyrir jólin. Hann er greinilega alltaf að skilja meir og meir, þó við séum alltaf að brýna fyrir honum að hann verið að láta vita ef hann skilur ekki. Svo er hann byrjaður að æfa handbolta og frjálsar íþróttir og það á vel við hann enda sterkur og kraftmikill strákur. Honum leiðist heldur ekki að detta inn á æfingar hjá pabba sínum og fá þá athygli sem hann fær þar, strákarnir duglegir að láta hann skjóta á mark eða skjóta á hann og greinilegt að hann hefur markmannsgenin í sér. Á sunnudaginn fórum við með í rútunni til Vestli og það var mjög spennandi fyrir hann og á leiðinni heim var hann orðinn frekar þreyttur og í stuði þannig að strákarnir spiluðu alveg með hann og höfðu gaman af og útbjuggu þennan fína búning á hann sem þið sjáið á myndunum sem fylgja með.

Ég sjálf er aðallega í því þessa dagana að hlúa að þeim feðgum og gera svolítið jólalegt hjá okkur, á milli þess sem ég dett inn í mátunarklefana í HM og á þar notalega stund með sjálfri mér. Ég er þó aðeins farin að huga atvinnumálum, hef verið að hringja og grenslast fyrir. Hér er í boði framhaldsmenntun í skurð-svæfingar og gjörgæsluhjúkrun og gæti ég vel hugsað mér að fara vinna á gjörgæslu og taka framhaldsnám í því enda þekkt fyrir að vilja hafa smá action í kringum mig þegar ég er á annað borð í vinnu.

Nú annars fer bara að styttast í heimferð, við MO komum 17.des. og Axel 22.des. við förum svo öll saman aftur út 4.jan. Annars leiðréttir MO okkur alltaf þegar við erum að tala um að fara heim, hann segir að við séum heima og séum að fara út.

Jæja biðjum að heilsa í bili héðan frá Svenskebyvegen. 


Fleiri myndir

Veikindi á heimilinnu

Magnús Orri lagðist í flensu á aðfaranótt sunnudags og var með háan hita og hálsbólgu.  En var mun betri í dag en fór ekki í skólann.  Það gekk mjög vel hjá honum á fimmtudag og föstudag þegar hann fór einn og er hann mjög ánægður í skólanum.  Eina sem honum finnst vera að er að þetta sé meiri "leik"skóli en hann var vanur í Lundaskóla.  Mikið er lagt uppúr útiveru, samvinnu og væntumþykju.

Í þessari viku er verið að fjalla um Ísland og voru hann og Anna búin að búa til plaggat með myndum, vísum, sönglögum og uppskrift af skúffuköku sem hann ætlaði með í skólann í dag og var hann því frekar svekktur að komast ekki.


Tap í gær

Við vorum að leika við Heimdal í Þrándheimi í gær og töpuðum 30 - 25.  Eftir sex tíma rútuferð þá var það ekki mjög gaman að eiga eftir að þræða þraunga fjallvegi heim eftir leik.  En ég sá allavega að íslenskir vegir eru ekki þeir verstu í heimi.

Við vorum með frekar þunnskipað lið vegna meiðsla, veikanda og annara vandamála.  En við köstuðum þessu samt frá okkur með nokkrum tæknifeilum  á síðustu tíu mínútunum.  Það eru síðan tveir erfiðir leikir framundann á næstu átta dögum á móti Drammen og Haslum sem eru í tveimur efstu sætunum í deildinni.

 


Komin úr kjallaranum.

08112006094.jpg
Jæja þá er Anna loksins komin upp úr kjallaranum eftir að hafa haldið sig þar að mestu undanfarin kvöld. En greinilegt er að stelpan hefur verið að gera gott verk og nú njótum við feðgar góðs af því. Annars er Magnús Orri að fara fyrsta skóladaginn sinn á morgun einn og er bara hin ánægðasti yfir því en foreldrunum finnst svolítið erfitt að senda hann einan. En það verður bara að henda honum í djúpu laugina og láta hann svo um að krafsa sig í land :-)

Fleiri myndir

Vikan

04112006081_82519.jpg

Nú er að fara yfir vikuna á heimilinu.  Magnús Orri hefur verið í fimm daga í skólanum og hefur það gengið vel, og eru komin nokkur norsk orð.  Við Anna höfum skipst á að fara með honum í skólann svo maður hefur haldið við kennara kaffidrykkjunni allavega.  Það eru nokkuð aðrar áherslur í skólastarfinu hér og er t.d. alltaf útiskóli hjá honum á miðvikudögum og verður í allan vetur.  Á  fimmtudaginn lærði hann að  tálga,  fræddist um tréin,  og nú er efst á óskalistanum hnífur til þess að hann geti tálgað heima.

Ég var með leik í vikunni og töpuðum við fyrir Sanderfjord á útivelli í leik þar sem við hreinlega mættum ekki til leiks fyrir en eftir 10 mínútur og var þá staðan orðin 8 - 2 svo eftir það var á brattan að sækja.  En þeir hafa gott lið sem verður spennandi að fylgjast með á móti Fram evrópukeppninni.  Við minnkuðum muninn í fjögur mörk í seinni hálfleik og vorum á nokkuð góðri leið að ná þeim en þá fengum við tvær mínútur og misstum þá aftur frá okkur.   Siggi Ari spilaði nokkuð vel en var óheppinn með nokkur skot. Flóki er enn meiddur á mjöðm og gengur seint að fá bata við þessu þrátt fyrir skoðunn hjá hverjum sérfræðingnum að fætur öðrum en vonum við að hann sé nú á batavegi.

Á fimmtudaginn fórum við í kaffi til Erik sem er formaður Elverum handball en ein aðal tekjuöfluninn hjá klúbbum hér er að selja ullarfatnað frá Ullmax.  Þegar kuldinn var orðinn 14 gráður á miðvikudaginn þá þurftum við að fá okkur ullarfatnað.  Einnig lánaði hann Magnúsi Orra sparksleða sem allir nota hér og finnst Magnúsi þetta alveg frábært. 

Í gær fórum við til Osló til að fara í Ikea og versla nokkra hluti sem okkur vantaði. Einnig fórum við út að borða þegar við vorum búin að koma hlutunum fyrir sem keyptir voru í ferðinni.  Við Anna fórum gangandi en Magnús Orri fór á sleðanum sem Erik hafði lánað honum.  Hér fylgja myndir af heimleiðinni í gærkveldi.


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband