Færsluflokkur: Bloggar
Er aðdáenda klúbbur Elverum og eru mjög skemmtilegur hópur sem setur mikin svip á heimaleiki okkar. Þeir hafa sýna söngva og halda úti heimasíðu, auk þess sem þeir selja ýmis varning merktan félaginu.
Nú eru þeir að leita eftir einhverju nýju og voru að hafa samband við mig hvernig best væri að koma andstæðingunum úr jafnvægi, sérstaklega þegar við erum í vörn.
Endilega látið mig vita ef þið hafið uppástungur.
Bloggar | 27.9.2006 | 13:51 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Eins og margir vita ætlaði ég að fara í masters nám við íþróttháskólan í Osló í vetur og sótti um það fyrir 1. mars. Eftir að hafa kannað mína möguleika í sumar þá var mér sagt af félaga mínum sem er í inntökunefnd skólans að ég væri með það marga punkta að það væri 99% öruggt að ég fengi inn. Síðan leið og beið og aldrei kom endanlegt svar fyrr en ég kom hingað út í byrjun ágúst þá kom svarið að ég hefði ekki fengið inn vegna þess að það hafi yfir 200 sótt um og aðeins 60 verið teknir inn. Ég var frekar svekktur með þetta og fannst þetta frekar skrýtið vegna fyrri upplýsinga og fór að kanna hvað hafi ollið þessum breytingum frá í sumar.
Einnig var félagi minn í nefndinni mjög undrandi á þessari niðurstöðu en hann hafði ekki verið á lokafundi nefndarinnar svo hann vissi ekki hvernig stóð á þessu en sagði mér að hafa samband við formann nefndarinnar.
Þá var mér sagt að sú sem væri formaður inntökunefndarinnar hafi farið í frí eftir að hafa unnið í umsóknunum í allan júlí og kæmi ekki aftur fyrr en um miðjan september. Ég sendi henni svo e-mail þar sem ég spurði út í þetta. Fyrir viku fékk ég svo svar frá henni þar sem hún biður mig afsökunnar á þessum mistökum en ég hafi átt að fá inni í skólanum og þetta hafi allt verið mistök.
Fékk ég svo afsökunnar bréf frá skólanum og boð um að byrja í náminu en að fyrstu tveir kúrsarnir séu byrjaðir og það sé erfitt að byrja núna.
Eftir að hafa farið á fund með henni í skólanum þá var ákveðið að ég byrjaði um áramót og þá muni mér bara senka nema um hálft ár með námið vegna þessara mistaka.
Það er því hægt að segja að það var ekki bara handboltinn sem byrjaði frekar ílla fyrir mig hérna en núna er þetta vonandi allt á uppleið.
Bloggar | 25.9.2006 | 08:52 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Það hefur verið mjög gott veður hér hjá mér undanfarið um og yfir 20 stiga hiti á daginn. Það var gott að geta fengið sér kaffibolla og lesið blöðin á sólpallinum í gær. Sunnudagar eru nú frekar rólegir, ef að eru ekki leikir því það er allt lokað hér og bærinn er nánast sofandi.
Ég skil vel þegar stjórnin í handboltanum var svekkt með að fá ekki fleiri heimaleiki á sunnudögum því þá væri alltaf troð fullt á leikjum, það er ekkert annað um að vera í bænum.
Bloggar | 25.9.2006 | 08:27 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Ég var með frí á æfingu í dag þannig að það var rólegt hjá mér seinni partinn og ætlaði ég að skella mér i sund og gufu í sundhöllinni hér og slaka aðeins á.
En viti menn þegar ég kem þá segir afgreiðslustúlkan að það sé kvennatími, ok þá skelli ég mér bara í sund, nei það var líka bara kvennatími í sundlauginni og sagði stúlkan mér að ég gæti bara komið á morgun en þá væri karlatími. En á morgun er ég með æfingu svo ekki fer ég þá. Ég fór að hugsa þegar ég kom útí bíl hvernig það væri þegar Anna og Magnús Orri kæmu í nóvember þá gætum við ekki farið saman nema einhverja ákveðna daga.
Já þeir eru alltaf frekar furðulegir Norðmenn.
Bloggar | 19.9.2006 | 21:06 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Bloggar | 18.9.2006 | 21:24 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Við töpuðum öðrum leiknum okkar á tímabilinu í gær. Og ekkert annað í stöðunni að fara bretta upp ermar og fara að vinna leiki. Við gerðum 21 sóknar feila sem er nú ekki leiðin til að vinna leiki. Við höfum líka verið í vandrræðum með að fá flot í sóknarleikinn og hefur ekkert gengið fyrir utan fyrri hálfleikinn á móti Stavanger.
Nú verðum að standa saman og leggja meira á okkur og vinna í því að fá mannskapinn til að spila saman.
Bloggar | 18.9.2006 | 20:46 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Nú verð ég að fara að koma ruslatunnunni út á horn hjá mér! því ég bý í Norge. Já á morgun koma ruslakarlarnir og sækja lífræna úrganginn, já maður verður að flokka allt ruslið og kemur það að góðum notum að hafa verið kennari í Síðuskóla og fengið grænfánann.
En það er ekki komið heim að húsi eins og heima á Íslandi heldur verður maður að koma tununni út á götu og svo koma þeir ekki aftur að losa fyrr en eftir tvær vikur svo það er betra að gleyma þessu ekki.
Nú er klukkan 11.30 hjá mér svo ég verð að fara hljóðlega með tununna.
Bloggar | 14.9.2006 | 21:37 (breytt kl. 21:48) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Annars er það ótrúlegt að það kemur alltaf nýr dagur og nýtt "jobb" eins og Norðmenn kalla það daginn eftir tapleik. Eina sem ég lét eftir mér í dag var aðeins meira kaffi heldur en síðustu daga því ég er búinn að vera í kaffi aðhaldi. Ég er búinn að drekka uppundir 5 lítra af vatni á dag í staðinn fyrir kaffið þetta á að vera svo gott fyrir líkamann og er ég farin að trúa því.
En í dag þegar ég var búinn að undirbúa leikmannafundinn og æfingunna þá skellti ég mér gangandi í bæinn og fékk mér kaffi á kaffihúsi, hér er búið að vera 25 stiga hiti svo það var notarlegt að setjast út á bolnum og lesa blöðinn um leikinn í gær.
Svo að ég tók nokkra bolla meðan ég las um hrakfarirnar í gær.
Bloggar | 14.9.2006 | 21:28 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Við töpuðum fyrir Stavanger á heimavelli í gær svo maður hefur nú verið nokkuð súr í dag. Við byrjuðum leikinn mjög vel og vorum 3-5 mörk yfir allan fyrri hálfleikinn en svo kom slæmur kafli í byrjun seinni hálfleiks og foru menn á taugum við það.
Flóki varði 14 skot í markinu og spilaði mjög vel í fyrri hálfleik en datt svo niður eins og allt liðið og Siggi Ari skoraði 8 mörk og var ógnandi allan leikinn.
Stavanger menn komu og börðust allan leik eins og þeir hafa gert sambandi við fjárhaginn sinn síðustu vikur. Greinilegt er að Dóri kemur til með að láta liðið spila af skynsemi og baráttu, halda þeir svona áfram þá koma þeir til með að blása á allar hrakspár.
Annars verðum við að læra af þeim og berjast meira og ekki hætta eftir hálfan leik.
Næsti leikur er við Kragerö á sunnudag svo það verður að brýna menn fram að þeim leik.
Bloggar | 14.9.2006 | 21:17 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Við sigrðum annarar deilder lið Kolbotn á útivelli í kvöld með 46 - 9 já leikurinn var ekki mjög jafn. Strákarnir spiluðu mjög góða vörn og síðan keyrðum við hraðaupphlaup og hraðar sóknir.
Íslendingarnir stóðu sig mjög vel og gerðu enginn mistök og skoraði Siggi Ari 15 mörk úr 15 skotum en Flóki var hvíldur í kvöld og sat á bekknum allan leikinn og fékk þar af leiðandi ekki á sig mark.
Annars er þetta í fyrsta skipti sem dómari hefur komið og beðið mig að skipta útaf leikmanni. Dómara leiksins fannst Siggi Ari vera frekar of góður í leiknum og bað mig að taka hann af velli um miðjan seinni hálfleik en hann er eina örvhenta skyttan okkar svo að hann spilaði mikið. En að sjálfsögðu varð ég að ósk dómarans og tók hann útaf enda er ég þekktur fyrir og virða ákvarðanir þeirra þegandi og hljóðarlaust.
Bloggar | 8.9.2006 | 22:34 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Nóv. 2024 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | |||||
3 | 4 | 5 | 6 | 7 | 8 | 9 |
10 | 11 | 12 | 13 | 14 | 15 | 16 |
17 | 18 | 19 | 20 | 21 | 22 | 23 |
24 | 25 | 26 | 27 | 28 | 29 | 30 |
Myndaalbúm
Tenglar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 1
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 3
- Frá upphafi: 508
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 3
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar