Færsluflokkur: Bloggar

Skíða-keppni Start

MOA tók þátt í skíðakeppni á vegum hverfisins í dag. 29 börn tóku þátt og var mjög gaman. Sendum hér myndir og vídeo af deginum.

Kv. frá Norge


Forréttindi !

Gert klárt með aðstoð landliðsþjálfara

Já það er ýmislegt sem drengurinn okkar fær að upplifa á þessu flakki okkar og í dag var það nokkuð sem hann gleymir seint. Hann fór á skotæfingu á hersvæðið í Elverum, skaut þar af riffli með aðstoð landsliðsþjálfara Norðmanna í skotfimi. Ásamt honum var restin af genginu þ.e. Elverum-guttunum og skemmtu sér konunglega. Þannig að vonandi verða þeir áfram í skotgírnum fyrir leikinn á sunnudaginn.

Nú annars allt gott hjá okkur, snjór og aftur snjór sem flestir eru farnir að bölva nema blessuð börnin sem njóta þess að vera úti. Nú svo er Mo náttúrulega mjög spenntur yfir því að verða stóri bróðir í ágúst og er mikið farinn að skipuleggja hvað verður gert þá. Svo fór fysta tönninn í morgun, við mikla gleði  þannig að hann á von á Terry tannálfi í nótt.

Sendum með myndir af skotæfingu hér og undir albúmi Magnús Orri.

Kv. AS-ABS og MOA 


Vetrarríki

Fallegt útsýni í Budor 19.2.2007

Komiði sæl öll sömul, við óskum öllum fjölskyldumeðlimum sem hafa átt afmæli nú í febrúar til hamingju með þeirra áfanga enda hafa þeir veri nokkuð stórir. Mo hefur verið í vetrarfríi þessa vikuna og hefur það verið notað til vetraríþróttaiðkunnar, vorum að koma úr gönguskíðaleiðangri sem var 9,2 km og stóð hann sig eins og hetja. 

Það er komið 10 daga frí í handboltanum eftir mikla keyrslu undanfarið og var það góð tæming þar sem liðið er allt að leggjast í influensu sem herjar hér á Elverumsinga.

Látum fylgja nokkrar myndir í myndaalmbúmið Vetrarmyndir

Kveðja frá Svenskebyvegen 


Heimsókn í herstöðinna í Elverum

17022007158Með fjarskiptin á hreynuÍ dag fórum við Magnús Orri í heimsókn í herstöðinna hér í Elverum sem hafði opinn dag vegna heimsmeistarakeppninnar í rally sem er hér.  Var þessi heimsókn frekar spennandi fyrir unga menn að setjast uppí skriðdreka og stærðar trukka og prufa þau tæki sem í boði vor.

Hér fylgja nokkrar myndir af Magnúsi Orra á Terningmoen í dag. 


Handboltin kominn af stað

Við erum búnir með þrjá leiki í deildinni eftir áramót og höfum unnið tvo og eitt jafntefli.   Eftir að við höfum fengið góðan liðstyrk, þeir hafa styrkt liðið mikið og einnig hafa þeir sem fyrir voru bætt sig mikið. Við notuðum HM pásunna mjög vel og fórum með liðið í æfingabúðir hér uppí Savale sem er mjög skemmtilegt skíðabær27012007144 þar sem við æfðum og spiluðum æfingaleik.

Helginna þar á eftir fórum við í alvöru "boot camp" í hérstöð sem er í Rena sem er 50 km hér frá.  Þar var tveggja tíma æfing í sal sem liðþjálfi í norska hernu stjórnaði og tóku menn vel á.   Síðan var farið og sígið niður 50 m. turn sem reyndi á andlegan styrk leikmanna.  Síðan var endað á að fara í hindranir sem settar voru upp í sundlauginni.  Þetta mæltist mjög vel fyrir þrátt fyrir að vera mjög erfitt.

Þetta hefur allavega skilað fimm stigum í fyrstu þremur leikjunum en nú taka við tveir erfiðir leikir á þremur dögum á móti Sandefjord og Drammen.

Það fylgja nokkra myndir með.   Einn á leið niður þeir sem eru niðri eru frekar litlir.boot camp27012007134


Nóg um að vera

Það hefur verið nóg um að vera hjá okkur hér í Elverum upp á síðkastið og er það ekki þess vegna sem ekkert hefur heyrst frá okkur á þessari síðu.

Annars gæti það verið um að kenna að fréttaritari síðunar hún Anna Brynja var á Íslandi í síðustu viku og vorum við feðgar bara tveir hér.

Annars er ég byrjaður í masters námi í "coaching" og eftir þrjár vikur þá er þetta mjög spennandi en nokkuð strembið því ég verð að fara héðan að heima kl. 6.00 tvisvar í viku til að vera mættur í skólann kl. 9.15 í Osló.

Anna Brynja er líka byrjuð að vinna í heimahjúkrun hér í Elverum og er farinn að rata hér um allar sveitir.  


Á skíðum

Kemur einn stökkvandi á gönguskíðunumHæ allir saman. Héðan frá okkur er allt gott að frétta, fundum í gær alveg frábært skíðasvæði hér rétt hjá og hlakkar okkur mikið til að fjölskyldan fái skíðin frá Íslandi. En Magnús Orri stóð sig vel, gekk tilbúna barnabraut upp á 600 m nokkru sinnum og renndi sér svo á stökkpöllim sem þarna voru. Við upplifum það að það sé miklu auðveldara fyrir þau að læra fyrst á gönguskíði, allavega er MO búinn að ná plóginu, beygjunum og að ganga upp halla á mjög stuttum tíma sem við börðumst við að kenna honum á svigskíðum í fyrra. En kannski ekki skrítið þar sem barnið fer gangandi á gönguskíðum í skólann og er á þeim allar fríminótur og bjargar sér sjálfur án þess að hafa foreldrana til að skipta sér af.

Það er nú líka að hlýna hjá okkur, síðastliðna daga hefur verið  svona 4-8 stiga frost miðað   við 20-23 gráðurnar í vikunni á undann. Magnús Orri varð svo slæmur af þurrki á höndunum, mig minnir að í gamla daga hafi verið talað um að maður væri með saxa á höndunum, en alla vega voru handarbökin á honum eins og á gömlum bónda. En það er nú allt að batna.

Anna er á leið til Ísl. í smá priv. erindagjörðum og kemur væntanlega til með að hitta einhverja.

Í gær buðum við heim Ísl. genginu í mat og var bara rosa gaman. Hressir strákar sem eiga örugglega eftir að gera góða hluti það sem eftirl lifir handboltavertíðar.

Setjum inn hérna nokkrar myndir af gærdeginum í albúmi Magnús Orri

Kv. frá Norge 


Leikmannaleitin bar árangur

Þó að það hafi borist nokkrar fínar ábendingar hingað á heimasíðunna varðandi leikmenn þá nýtti ég mér það ekki heldur náði í tvo leikmenn frá Ajax í Danmörku.

Þeir sem þekkja mig vita nú að ég er ekki mikill tungumálamaður svo það kemur þá ekki á óvart að það bætist við einn enn Íslendingurinn hingað til Elverum.  En Hannes Jón Jónsson fyrrum ÍR ingur og Valsari skrifaði undir kl. 9.00 í morgun.  Hann á örugglega eftir að styrkja okkur mikið og get ég nú stillt upp Íslendingum í allar bakvarðastöður.

Einnig fengum við Simen Hansen norskan markmann sem hefur verið í Ajax í vetur til okkar.  Hann er fjórði markmaður í landsliðinnu, hann hefur leikið með Sandefjord, Stavanger og Runar hér í Noregi.

Ég er mjög ánægður með að hafa náð í þessa sterku leikmenn. 


Myndir af MOA

Hæ hæ allir, jæja þá er Magnús Orri búinn að fá sín fyrstu gönguskíði og í gær var skíðadagur í skólanum. Okkar maður náttúrulega bara tók þetta með trompi og fór á þrjóskunni einni saman upp brekkurnar og renndi sér niður og stökk á skíðunum. Skv. Hildi sem hjálpar honum í skólanum með norskukunnáttu þá fór hann þetta bara á þrjóskunni, með tárin í augunum en hann má náttúrulega ekki vera minni maður en hinir sem eru uppaldir á gönguskíðurm. Það er leikskóli hérna í götunni hjá okkur og þar eru litlu krílin á gönguskíðum, frábært að sjá. Annars er Hulda vinkona í heimsókn með stelpurnar sínar og er það frábært. Þær hafa fengið köldustu daga vetrarins s.l. 3 daga hefur verið um og yfir 20 mínusgrFrost og funiáður, en fallegt er það, heiðskírt og glampandi sól. Svo byrja ég að vinna á mánudaginn þannig að loksins fer maður að vera eins og almennileg manneskja :-). Jæja best að fara dressa sig upp í ullarnærfötin sem Axel gaf mér í gær og fara út með liðið. Eigiði þið öll sömul góðan dag.

Mvh. Anna

Ath. nýjar myndir í  myndaalbúmi-Magnús Orri (það þarf að klikka á nafnið  þá koma allar myndir ;-)


Frábært !!!!!

Þegar ég sá að Ísland hafði náð 10 marka forustu á móti Frökkum ætlaði ég ekki að trúa því en ég er áttaði mig nú fljótt á því að þetta var handboltalandsliðið sem hefur sýnt að þeir geta allt.

En ekki voru félagar mínir hér í Noregi eins ánægðir með sýna menn sem ekki komust uppúr riðlinnum og voru blaðamenn strax farnir að tala um "fiasko".  Það er nú ekki nema tvær vikur síðan þeir unnu okkur Íslendinga með tíu mörkum í æfingaleik en þeir telja nú ekki mikið.

Þegar ég fór svo að segja þeim að Ísland hafi þurft að slaka á í lokin til þess að vinna Frakka ekki of stórt, og þar með út úr keppninni sem hafði þýtt að við færum án stiga í milliriðla þá hristu þeir hreynlega hausin.    

Annars er ég nú einn að þeim sem er svektur yfir að leikir Íslands sjáist ekki á netinnu en því var bjargað með að stilla skype myndavél á sjónvarpið í Norðurbyggðinni svo var fylgst með Úkraínuleiknum hér í Elverum en svo missti ég af Frakkaleiknum því miður.

Það er hreint ótrúlegt að Ísland eigi landslið í meðal þeirra allrabestu en svona er þetta nú ef hugsunarhátturinn er réttur.   En við erum álíka mörg og íbúar Bergen og Århus svo það er frábært hjá okkur að eiga landslið meðal þeirra bestu.

Nú er bara að hvetja strákanna áfram!!!!! 


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband