Til hamingju Fram

Þá er Íslandsmótinu lokið og var sigur Fram sangjarn þar sem þeir leiddu móti lengst af og héldu haus þrátt fyrir að Haukar pressuðu þá mikið.  

Mín skoðun er að þetta fyrirkomulag verði mun skemmtilegra heldur en hitt.  Nú ætti að reyna að raða saman í lokaumferðina þeim liðum sem eru líklegust til að vara á  toppnum þannig að það séu líkur á að fá hreinan úrslitaleik í síðustu umferð.

Guðmundur er búinn að byggja upp mjög gott lið þar sem góður varnarleikur er í fyrirrúmi og síðan agaður sóknarleikur.  Gaman verður að fylgjast með deildinni á næsta ári þegar öll átta liðin verða mjög jöfn.

Ætli við Þórsarar séum ekki þeir einu sem töpuðum ekki fyrir Fram í vetur því báðir leikirnir enduðu með jafntefli. 


Stjórnmálafundur

Ég var að koma af stjórnmálafundi í Hamri um íþróttamál í bænum.  Það kom nú lítið fram þar nema að allir ætla að leggja parket á Höllina og KA heimilið.

Annars var fátt nýtt sem kom fram.

Ég verða að viðurkenna að mér fannst þó einn oddvitinn skástur og hefur hann tekið forestuna um mitt allkvæði.

Ekki gafst tími til að svara öllum þeim sem höfðu spurningar og komst ég ekki að með mína spurningu hver stefna flokkanna væri til afreksíþrótta í bænum.

Ég fæ vonandi svar við henni einhver tímann. 

 


Síðasti leikurinn í Eyjum

Ég mun stjórna mínum síðast leik með Þór  í Eyjum á laugardaginn.  Það verður líka notalegt að kveðja íslenska boltan með því að fluga með Twin Otter til Eyja því ófáa svitadropana hefur maður nú misst í henni hér á árum áður fyrir tíma rútuferðanna.

Það er alltaf gaman að spila í Eyjum og er nú minnistætt í fyrra þegar við vorum orðnir þrír inná vellinum. Dagfarsprúðustu menn misstu sig og spörkuðu í allt lauslegt á inniskónum nefnum enginn nöfn en fyrsti stafurinn er Maggi Eggerts enda kannski ekki langt að sækja knattspyrnuáhugan.  En sigur vanst þó og var hann enn sætari fyrir vikið. Við munum að sjálfsögðu gera allt okkar svo vel fari í þessum leik.  

 Svo verð ég að byðjast velvirðingar á því að hafa gleymt þessari utanlandsferð í upptalningunni í gær.


Verð á ferð og flugi

Ég mun  fara í byrjun júní aftur út til Elverum og vera í viku með liðið og kynnast aðstæðum betur.  Bæði leikmönnum, mínum aðstoðarmönnum og þeim sem munu starfa í kringum liðið.

Einnig ætla ég þá að reyna að finna íbúð til að leigja.  Hún verður að vera mátulega stór því ég mun verða mikið einn þar sem Anna Brynja og Magnús Orri muni verða á Íslandi næsta vetur því hann er að byrja í fyrsta bekk og viljum við ekki trufla hann í sinni skólagöngu.  En þau munu koma sex til átta sinnum út til mín næsta vetur svo að við verðum að hafa nóg pláss þá.  

En síðan breittum við um áætlun í gær með sumarfríð.  Við höfðum ætlað að ferðast um Ísland í sumar og vorum búin að fá lánað hjá pabba og mömmu fellihýsið þeirra  en svo snerist okkur hugur og ég pantaði ferð fyrir okkur í tvær vikur til Lanzarote.  Við förum út á afmælisdeginum hennar Önnu 20 júní og komum heim á afmælisdeginum hans pabba 4 júlí.  Þetta verður örugglega frábær ferð þar sem ég hef aldrei farið í frí á sólarströnd áður, hlítur að vera kominn tími til að verða 36 ára.

Síðan mun ég fara til Noregs í lok júlí og byrja hjá Elverum 1. ágúst og síðan mun skólinn byrja í lok ágúst ( vonandi fæ ég inní en ég fæ ekki endanlegt svar fyrr en 20 júlí frá þeim ).


Spennandi námskeið framundan

Ég fer á þjálfaranámskeið í Elverum helgina 12 - 14 maí.  Þar verður um marga spennandi þema að ræða.

Mats Olsson mun vera með markmansþjálfun sem hann mun fjalla bæði um í fyrirlestri og síðan með æfingum í sal.  Ég hef setið tvö námskeið með Olsson og er hann mjög lifandi og skemmtilegur á námskeiðum. 

Síðan mun Ola Gustav Gjekstad þjálfari karlaliðs Drammen  fjalla um kast og móttöku eftir því í hvernig stöðu leikmaðurinn er.

Irfjan Smjalagic mun fjalla um aðferðir til að kenna leikmönnum ólíkar týpur af varnarleik og uppbygging af sóknarleik.

Leif Gaudestad sem mun fjalla um "tornadåhandball" hvað það er nú veit ég ekki og verður spennandi að sjá. En Gaudestad hefur byggt upp lið Gjerpen í kvennaboltanum frá fyrstu deild í toppbaráttu í úrvaldsdeild.

Gunnar Pettersen mun fjalla um uppbyggingu á Norska karlalandsliðinnu, skamtíma og langtímamarkmið.

Marit Breivik og Þórir Hergeirsson munu fara yfir sóknarleik einum fleiri og varnarleik einum færri í sal.  Gaman verður að sjá hvað þau eru með í þessari stöðu því að þau eru mjög framarlega í allri takktík og hafa náð frábærum árangri með Norska kvennalandsliðið.

Einnig mun Chris Dummond  fjalla um fyribyggingjandi æfingar um meiðsli en hannhefur mikla reynslu að vinna með handbolta fólk.  Hann var sjúkraþjálfari hjá Sissa vini mínum þegar hann þjálfaði Stabækk kvennaliðið í Noregi.

Elverum liðið verður eitt af þeim liðum sem munu sýna æfingarnar svo það verðu ágætt tækifæri til að sjá þá leikmenn sem ég mun vera með næsta vetur. 

Þetta námskeið er hluti af Master Coach námskeiði Norðmanna, Svía og Dana þannig að allir framstu þjálfarar þessara þjóða munu mæta og skapast oft skemmtilegar umræður á svona námskeiðum.  En þáttakendur eru skráðir um 200 í heildina. 


Blómvöndurinn góði frá stjórninni

axel_og_blomvondurinn.jpg
Þennan græna og fallega blómvönd fékk ég í tilefni að síðasta heimaleik minum með Þór.

Húsið okkar

Í gær morgun birtis á tröppunum hjá okkur maðurinn sem reisti húsið okkar árið 1953, Kristinn Sveinsson húsasmíðameistari. Hann sagði okkur frá byggingarsögu húsins og hann hafi reist það á hálfum mánuði.

Hann hafi alltaf komið í Kambsmýrina kl. 7.20 og unnið til kl. 22.00 á kvöldin nema um helgar þá hætti hann kl. 19.00.

Einnig sagði hann okkur að elsti sonur hans hafi fæðst í herbergi þar sem stofan okkar er núna.

Hann flutti síðan til Reykjavíkur gerðist byggingarverktaki og byggði margar af stærstu og merkustu byggingum Reykjavíkur s.s. Hús verslunarinna, Verslunarskóla Íslands, Breiðholtskirkju auk margra annara stórbygginga.

Svo litla húsið okkar í Kambsmýrinni á ansi stóran systiknahóp og urðum við enn varari við þá góðu sál sem í því er.  

 


Þakkir til Valsmanna

Ég var inná heimasíðu okkar Þórsara og var að lesa ummæli Valsmanna eftir leik þeirra við okkur þar sem þeir þakka fyrir veitingar eftir leik og skilja ekki frekar en margir aðrir að íþróttahús Síðuskóla skuli ekki hafa verið byggt sem heimavöllur Þórs.  Með aðstöðu fyrir áhorfendur, því fátt er skemmtilegra fyrir fólk en að vera nánast hluti af leiknum.  

Valsmenn þekkja hvað það er að semja við yfirvöld og ef ég man rétt þá fá þeir íþrótthöll með tveimur æfingavöllum og góðum keppnisvelli í staðin fyrir litla Valsheimilið þar sem maður á margar góðar minningar.  Einnig fá þeir knattspyrnuhús og eitthvað fleira með í kaupunum.

Takk fyrir kveðjurnar Valsmenn 

 


Íslandsmótið að enda

Spennan í dhl-deildinni er mikil það eru tvö lið að berjast um Íslandsmeistartitilin Fram og Haukar sem eru jöfn af stigum.

 Hvað ræðu því hvort liðið verður meistari ef þau verða jöfn?

Ég hélt að það væri innbyrðis viðureignir liðanna sem myndu ráð en síðan í gær var mér tjáð af einum þjálfara í deildinni að samkvæmt reglum þá ætti að leika úrslitaleik milli þeirra liða sem yrðu jöfn, þetta myndi aldeilis verða spennandi leikur milli  tveggja góðra liða.

Ef ekki verður úrslitaleikur þá er það nokkuð öruggt að Fram hefur sigrað mótið því þeir vinna alltaf Vík/fjölnir í síðasta leik.  En leikur FH og Hauka verður spennandi því að FH verður að vinna til þess að vera öryggir  uppi í úrvaldsdeild að ári, þar verður örugglega hart barist.

Síðan er spurning hvar sjónvarpið verður, ætli þeir komi til með að vera með beina útsendingu frá báðum leikjum?

Ef þeir ætla að gera lokaleikjunum góð skil tel ég að þeir verði að vera það, auk þess að fylgjast með leikjunum um "fallið". 


Mínir menn til Cardiff

Það var sætur sigur Liverpool í gær á Chelsea sem þýðir það að maður verður að fylgjast með úrslitaleiknum í Cardiff 13 maí.

En þá helgi hef ég skráð mig á þjálfaranámskeið í handbolta í mínum tilvonandi heimabæ Elverum svo að videotækið kemur sér vél eins og svo oft áður.

Annars mæli ég með því að Skapti Hallgríms verði sendur út því hann segist ekki hafa séð Liverpool tapa úrslitaleik með berum augum.  Eitthvað hefur skaparinn verið lengi að átta sig á því að hann var mættur til Istanbul í fyrra, sennilega ekki fyrr en í hálfeik þegar Liverpool lá 3-0 undir en allir vita nú hvernig leikurinn fór.

Nú er bara að vona að Skapti skelli sér til Cardiff 13 maí þá getur maður verið rólegur á námskeiðinnu og horft síðan á fagnaðar læti á spólu. 


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband