Bloggar | 15.5.2006 | 22:20 (breytt kl. 22:25) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Eftir mjög annasama helgi þar sem tíminn var vel nýttur. Nokkrir mjög skemmtilegir hlutir komu fram á þessu námskeiði.
Leif Gaudestad var með mjög skemmtilegar hugmyndir um uppbyggingu á mjög hröðum handbolta, hann for yfir æfingar og hugmyndafræðinna sem hann byggir þetta á.
Þórir Hergeirsson og Marit Breivik voru líka með fræðandi æfingu um hugmyndir þeirra um sóknarleik einum fleiri.
Mats Olsson er alltaf mjög góður og hefur verið gamann að fylgjast með hvernig hann hefur þróað sýnar æfingar með breyttum leikstíl en þetta var þriðja námskeiðið sem ég fer á með honum á sex árum.
Aðrir fyrirlestrar og sýniæfingar voru ekki eins spennandi.
En það var samt mikið um skemmtilegar umræður sem myndaðist og gaman að ræða við þjálfara sem með hefur ekki fylgst með um þeirra hugmyndir. Setið var framá nótt og málin rædd á hótelinu bæði föstudags og laugardagskvöld.
Bloggar | 15.5.2006 | 22:11 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Í gær kom ég í fyrsta skipti til Elverum og fékk mjög góðar móttökur af öllum bæði mönnum og veðri þar sem það var sól og blíða.
Ég hitti leikmenn og hafði fund og æfingu með þeim. Norskan var nú aðeins styrð á fyrsta fundinum en ég vona að menn hafi skilið mig en ekki sagt bara já.
Leikmanna hópurinn er ágætur og eru þeir til í að leggja mikið á sig til að ná lengra en í ár. Reyndar höfðu þeir lokahóf kvöldið áður svo sumir voru aðeins þreyttir. Sigurður Ari er eini Íslendingurinn þarna og var gott að geta komið inn með nokkur íslensk orð inná milli og síðan verður gott að það er einhver sem skilur þegar maður fer að tala sýna íslensknorsku. Það eru tveir Túnisbúar í liðinu og síðan er verið með nokkra Svía í myndinni til að styrkja liðið svo að það verður fjör á fundunum þegar maður fer að útskýra hlutinna. Þetta bjargast nú allt enda er ég það mikill tungumálamaður.
Stjórnin var strax komnir með íbúð handa mér sem ég skoðaði í gær og er skemmtilegt parhús en það var 80 ára gömul kona sem átti heima þarna svo íbúðin er nokkuð í þeim stíl, meira um þetta seinna.
Síðan hefst þjálfaranámskeiðið í dag.
Bið að heilsa öllum heima.
Bloggar | 12.5.2006 | 10:42 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Það verður spennandi að koma þangað og hitta þá menn sem ég hef verið í sambandi við í gegnum síma og e-mail.
Einnig mun ég sjá leikmenn á æfingu og halda fund með þeim um æfingar sumarsins, hvernig þeim mun verða háttað þangað til ég kem út og byrja 1, ágúst.
Þá get ég vonandi áttað mig betur á því hvernig leikmenn það eru sem liðinu vantar til þess að ná lengra næsta vetur og hvað þarf að leggja áherslu á í æfingunnum. Ætluninn er að styrkja liðið um tvo til þrjá leikmenn fyrir næsta tímabil.
Bloggar | 9.5.2006 | 23:22 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Ég sem er búinn að vera áskrifandi af Sýn í allan vetur án þess að horfa á hana nema á meistaradeildinna, ætlaði nú aldeilis að fara að horfa á handbolta. En þá var Sýn læst og við munu ekki hvort að áskriftin sé búinn eða hvort þetta hafi verið mistök hjá Sýn því ég nennti ekki a bíða nema tíu mínútur eftir aðstoð og skellti á þegar ekkert hefði gerst.
Ég ætla að vona að Sýn verði með fleiri leiki úr Þýska handboltanum á næstu vikum því þá mun ég tryggja það að ég nái þeim.
Bloggar | 9.5.2006 | 23:14 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Við fjölskyldan notuðum helginna í að taka til utandyra hjá okkur og erum við nú tilbúinn að taka á móti sumrinu. Búið að þrífa pallinn og útihúsgögninn svo maður fer að geta boðið til útiveislu.
Ég náði meira að segja að taka lit í blíðunni sem verið hefur um helginna.
Bloggar | 7.5.2006 | 22:33 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Enn sannast að þeir Stefán Arnaldsson og Gunnar Viðarsson eru með allra bestu handboltadómurum í heim því þeir hafa verið settir á úrslitaleik meistardeildar kvenna milli Viborg og Krim Ljubljana.
Það er með ólíkindum að maður hafi nú reynt að segja þeim til í leikjum, en svona er þetta víst manni dettur ýmisleg í hug í hita leiksins. Þeir hafa nú örugglega miklu meira vit á dómgæslunni en ég þrátt fyrir að ég dæmi 5 - 6 sinnum í viku á æfingu þá segja strákarnir að mér fari lítið fram á því sviði.
Ég er samt viss um að ég geti orðið góður dómari ef ég færi út í það á fullu, kannski eftir Noregsdvölinna fari maður að dæma.
Bloggar | 4.5.2006 | 23:57 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Nú stendur ÍSÍ fyrir átaki að fólk hjóli í vinnuna og við Síðuskólakennarar erum á fullu að keppa enda stoðum við okkur mjög vel í fyrra. Síðan er þetta mjög gott þegar bensínverðið ríkur upp en kalóríurnar kosta nú ekkert í brennslu.
Síðan er Magnús Orri farinn að hjóla án hjálpardekkja og hjóluðu hann og Anna Brynja á Pálmholt í morgun. Ég sótti hann síðan og fórum við á rúmlega klukkutíma hjólreiðatúr um hverfið.
Hjólreiðar eru virkilega góð og skemmtileg hreyfing.
Bloggar | 4.5.2006 | 23:48 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Eftir að hafa fengi nemendur með leyfi í íþróttum frá foreldrum sínum vegna þess að þeir hafi strengi þá spyr maður hvert við stefnum. Einnig leiðir maður hugan að því hvort þetta sé foreldravandamál eða hvort börnin séu svona ílla á sig komin. Eru foreldrar ekki að verða full lin við börnin þegar kemur að hreyfingu.
Nú þegar vorið er komið þá ætti allir að hvetja börnin til þess að vera sem mest úti að leika sér og reyna á sig sem er hollt og gott fyrir alla.
Bloggar | 2.5.2006 | 22:13 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Það varð endaslepptur síðasti leikur minn með Þór því það var ófært til Eyja þegar við mættum á flugvöllinn kl. 12.30 en þegar ég leit á textavarpið kl. 12.00 sá ég að flogið var þá. En 30 mínútum síðar var orðið ófært þetta er víst íslenska veðrið.
Ekki mátti fresta leiknum vegna þess að þetta var leikur í síðustu umferð mótsins en í fyrra mátti flýta leik okkar við Víking vegna þess að einn leikmanna Víkings átti von á barni og varð að koma með flugi í leikinn. Þá var það sagt að sá leikur skipti ekki máli fyrir úrslitin í mótinu fyrir önnur lið. Ekki skipti leikur okkar í Eyjum máli fyrir úrslitin í þessu móti því hvorugt liðið átti möguleika á að komast í úrvaldsdeild að ári.
Nú verður frí frá æfingum fram á miðvikudag að við hittum leikmenn förum yfir veturinn.
Bloggar | 1.5.2006 | 22:52 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Nóv. 2024 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | |||||
3 | 4 | 5 | 6 | 7 | 8 | 9 |
10 | 11 | 12 | 13 | 14 | 15 | 16 |
17 | 18 | 19 | 20 | 21 | 22 | 23 |
24 | 25 | 26 | 27 | 28 | 29 | 30 |
Myndaalbúm
Tenglar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.11.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar