Nú ætla ég að vera í viku en ég kom í gær og ætla heim á sunnudag. Það verður æft alla daga og stundum tvisvar á dag síðan verðu æfingaleikur við NitHak á laugardagin.
Ég ætla að nota tíman til þess að skoða betur aðstæður og klára ákveðna hluti kringum liðið. Ég vona að leikmannamálin verði komin á hreint áður en ég fer heim.
Það verður gaman að mæta Halldóri Ingólfssyni í fyrsta leik í deildinni 10. september í Elverumhallen. Ég ætla að vona að hann spili ekki svo ég sleppi við að lýsa fintunni hans á norsku.
Annars fór ég og skoðað Elvis skólan ( þetta er ekki rokkskóli fyrir þá sem héldu það ) heldur framhaldsskólin hér og höfðu þeir byggt þetta fína íþróttahús við skólan sem mynti á Síðuskólahúsið nema það var pláss fyrir 500 manns að horfa á.
Á fimmtudgin fer ég og skoða barnaskóla sem verður í hverfinu okkar og það verður gaman að sjá hvernig búið er að norskum börnum í byrjun skólagöngunnar.
Íþróttir | 6.6.2006 | 21:22 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Þegar ég skipti yfir á Sýn í kvöld í nokkrar mín. þá skoraði Sigurbjörn Hreiðarsson þetta glæsilega mark fyrir Val þar sem hann jafnaði leikinn við ÍA. Síðan næst þegar ég skipti þá var Valur búinn að vinna leikinn en Bjössi hafði kinnbeinsbrotnað og óska ég honum góðs bata.
Bjössi er einn skemmtilegasti karakter sem ég hef kynnst og voru árin okkar í Laugarvatni ógleymanleg. Þar sem við keyrðum á milli Reykjavíkur og Laugarvatns flesta daga ca. 210 km báðar leiðir ásamt Guðmundi Brynjólfssyni.
Það sem lýsir Bjössa best að eftir að hann hafði rekið sig þrisvar upp í hilluna fyrir ofan rúmið sitt í herberginu okkar þá var hún tekin niður, ég hef aldrei orðið vitni að nokkrum sem var eins snöggur fram úr rúminu á morgnanna en hann, búinn að elda hafragrautinn, taka armbeygjur og magaæfingar þegar við Gummi komum okkur framúr.
Í dag teldist Bjössi örugglega ofvirkur en hann hefur nýtt orku sina rétt og eru örugglega fáir leikmenn í jafngóðu líkamlegu formi og hann.
Íþróttir | 29.5.2006 | 23:14 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Þetta er smá heilræði sem Mats Olsson kom með á þjálfararáðstefnunni í Elverum um daginn.
Þetta hafði hann eftir Portúgalska styrktarþjálfaranum sem hann vinnur með. Handboltamenn verða að æfa styrk og úthald til þess að fá að æfa handbolta og það verða þeir að gera til þess að fá að keppa, sem er nú það skemmtilegasta í þessu.
Notið sumarið vel með að auka styrk, snerpu og úthald það er besti tíminn til þess.
Íþróttir | 29.5.2006 | 00:05 (breytt kl. 07:26) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Þá er komið í ljós að allir unnu í sveitastjórnakosningunum í gær eða svo virtist allavega vera þegar hlustað er á frambjóðendur. Það er helst framsókn sem hefur viðurkennt tap, ég haf að vísu ekki heyrt neitt frá oddvita þeirra hér á Akureyri með þetta.
Það er spurning hvernig þetta yrði ef við íþróttaþjálfarnarnir færum að tala svona eftir tapleiki að þetta sé sigur miðað við hverju Mogginn eða Fréttablaðið hafi spáð. Tapið hafi nú ekki verið eins stórt og spáð hafi og því hafi leikurinn ekki tapast.
Íþróttirnar eru kannski einfaldari en stjórnamálin því þar er aðeins einn sem getur unnið gullið en hinir tapa gullinu.
Íþróttir | 28.5.2006 | 23:56 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Ég verð að muna að kjósa á morgun. Síðan tekur við spennandi kosningavaka og verður gaman að sjá hvort ruv eða nfs verði með betri útsendingu.
Við Magnús Orri erum bara tveir heima yfir helgina því Anna Brynja er á Siglufirði að vinna og munum við örugglega gera okkur dagamun útaf kosningunum, síðan er bara að sjá hvor verður spenntari yfir úrslitunum. Hann er allavega ákveðinn hvað hann myndi kjósa ef hann mætti.
Íþróttir | 26.5.2006 | 23:13 (breytt 28.5.2006 kl. 16:53) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Íþróttir | 21.5.2006 | 23:15 (breytt 28.5.2006 kl. 16:56) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Um helginna var Smári að útskrifast úr myndlistarnámi hjá Erni Inga og var með sýningu. Heppnaðist útskriftin mjög vel og var margt um manninn á sýningunni. Gaman var að sjá allar myndirnar hans svona á einum stað og hversu mikilli færni hann hefur náð í málningunni.
Til hamingju Smári.
Einnig Magnús Smári sem var að útskrifast sem múrari.
Íþróttir | 21.5.2006 | 23:09 (breytt 28.5.2006 kl. 16:54) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Það var mikið að gera í hófum í síðustu viku. Fyrst heldum við lokahóf tippklúbbs karlkennara við Síðuskóla. Mér gekk mjög vel í að tippa á leiki vetrarins og sigrðaði í lengjuleiknum og var síðan næst efstur í getraunaleiknum svo að ég fékk verðlaun fyrir besta heildarárangur vetrarins. Einnig var bikarkeppni haldinn og þar komst ég í úrslit en það hafur nú ekki verið tilkynnt um hvernig úrslitaleikurinn fór. Stjórn klúbbsins tilkynnir það örugglega á næstu dögum ef hún nær öll að koma saman.
Síðan var lokahóf í handboltanum á föstudag og heppnaðist mjög vel. "Tarfarnir" grilluðu mjög góðan mat og síðan voru fjörlegar verðlauna afhendingar á eftir.
Þetta var mitt síðasta lokahóf í bili allavega þannig að ég fékk skemmtilega mynd frá stjórninni og síðan kosinn fljótasti þjálfarinn af leikmönnum því hliðarskref mín á hliðarlínunni þykja vera með því besta sem gerist.
Bloggar | 21.5.2006 | 22:59 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Ekki nóg með að ég hafi haft sýn í allan vetur án þess að nokkuð áhugavert hafi verið um að vera nema þegar meistardeildin í fótbolta var leikinn og þeir fá leikir sem sýndir voru í handbolta þar í vetur.
Nú var samningurinn við þá búinn, kom á óvart að það var rétt fyrir úrslitaleikinn í meistardeildinni en gott og vel með það þeir verða að fá eitthvað til að trekkja að. Þegar ég sagðist ætla að borga næstu tvo mánui brá mér þegar stúlkan sagði að það kostað 9.700 kr. tveir mánuðir!!!
Því júní kostaði 7000 kr. vegna HM í knattspyrni, ég sagði við stúkuna að ég myndi þá bara horfa á leikinna á breiðbandi skjásins enda erum við eina landi sem ég veit um sem HM er ekki í opinni dagsskrá. Nei þá sagði hún að skjárinn yrði að læsa þeim stöðvum sem sýndi leiki frá keppninni og ég gæti ekki horft á leiki þar því sýn hafi einkarétt á þessu efni.
Nú er mér spurn er þetta löglegt þar sem ég er búinn að borga fyrir einhvern pakka á skjánum og síðan verður honum lokað af megninu til því flesar þessara rása er með HM.
Bloggar | 16.5.2006 | 23:44 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Á morgun verður uppskeruhátíð hjá okkur tippurum í Síðuskóla. Dagskráin hefst kl. 18.00 með verðlaunaafhendingu og síðan verður snæddur kvöldverður og horft á leik Arsenal og Barcelona, eftir það fara fram almennar umræður.
Þeir sem hafa rétt til að mæta eru þeir sem hafa tippað á aðalskrifstofu Síðuskóla í vetur og telst okkur til að þetta séu ellefu mans.
Gleðskapurinn fer fram hjá mér í Kambsmýri 2.
Bloggar | 16.5.2006 | 23:26 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Nóv. 2024 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | |||||
3 | 4 | 5 | 6 | 7 | 8 | 9 |
10 | 11 | 12 | 13 | 14 | 15 | 16 |
17 | 18 | 19 | 20 | 21 | 22 | 23 |
24 | 25 | 26 | 27 | 28 | 29 | 30 |
Myndaalbúm
Tenglar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.11.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar