Færsluflokkur: Bloggar

Frí frá bloggi

Nú þegar sumarið er að koma og hættir að snjóa í fjöll þá verður eitthvað minna um blogg frá mér.  Síðan verður þráður tekin upp aftur seinnipart sumars.

Veit Mogginn ekki af HM

Meðan ég var úti í Noregi fylgdist maður með HM í fótbolta í gegnum sjónvarp og blöð, mjög líflegar og skemmtilegar umfjallanir.  Blöðin komu með annan vinkil á þetta en sjónvarpið og voru með marga sérfræðinga sem spáðu í spilin.

Eftir að ég kom heim og ætlaði að lesa um leiki gærdagsins yfir morgunkaffinu þá er það ekki hægt því Moggin virðist ekki vita að það sé HM í gangi í Þýskalandi, ekkert er skrifað um leikina nema rétt úrslitin.

Þetta eru ótruleg vinnubrögð og skilur maður þetta ekki sem áskrifandi af blaðinu, síðan er það Fréttablaðið sem er með nokkra umfjöllun en það fæ ég ekki fyrr en seint og síðar meir þannig að morgunkaffið er búið og komið  að kvöldkaffi.

Kannski er með Moggann eins og mig að þeir séu ekki áskrifendur að Sýn og geti því ekki skrifað um leikina.

Þannig að maður verður að setjast yfir tölvunna og lesa skandinavisku blöðin sem fjölla mjög vel um þetta mót. 


Tap í fyrsta leik

Nú hafa örugglega allir sem fylgst hafa með blogginu mínu áttað sig á því að minn fyrsti leikur með Elverum hefur tapast því engin úrslit hafa komið  og þið vitið hversu tapsár ég er Brosandi.

Leikurinn endaði 40 - 33 og var nokkur sumarbragur á honum.  En nú hefur maður hlustað svo mikið á stjórnmálamennina undanfarið að þetta var sigur miðað við það sem ég bjóst við.  Enda vantaði marga leikmenn í liðið.

En það var samt mjög gaman að vera komin í gang og taka einn leik.  Það var ansi mikið tempo í leiknum eins og tölurnar gefa til kynna en minna um varnarleik og er það eitthvað sem við verðum að vinna með þegar við byrjum í lok júlí.  En hraðaupphlaupin gengu vel og vorum við að fá mörg mörk eftir góð hraðaupphlaup. 

Nú verðum maður að vona að fall sé fararheill. 


Mynd að komast á leikmannahópinn

elv.jpg

Í gær mætti Fahad Awaleh á sýna fyrstu æfingu hjá okkur í Elverum.  Einnig er Stig Rasch að koma til eftir hásinameiðsl og er einn besti leikmaður norskudeildarinnar þrátt fyrir að vera orðin 39 ára  gamall.

Á morgun förum við og spilum æfingaleik við NitHak en það vantar nokkuð marga leikmenn hjá okkur en við ætlum að skoða tvo leikmenn sem hafa verið að spila með nágranna liðum í neðrideildum. 

Hér er mynd sem byrtist með viðtölum við leikmenn og aðra sem standa að Elverum í östlendingen.no 


Til hamingju með útskriftina Magnús Orri

utskriftarneminn.jpg
Í dag var útskrift frá Pálmholti og voru þessar myndir teknar af vef Pálmholts.  Síðan hættir hann þar á fimmtudaginn.  Kveðja frá pabba sem er staddur í Noregi og kemur heim á mánudag.

Fleiri myndir

Magnús Orri á löggustöðinni

moa_loggusto_inni.jpg
Magnús Orri fór í heimsókn með Pálmholti á löggustöðinna í maí og var þessi mynd tekin þá.

Gott veður

Það hefur verið um og yfir 20 gráður og sól hér í Elverum síðan ég kom svo að það hefur nú verið fínt.

Klúbburinn lánaði mér bil til að hafa á morgun og ætla ég að skoða mig um hérna í grend við Elverum á morgun.  Annars hef ég aðalega verið í miðbæ Elverum þar sem hótelið er sem ég bý á núna.  Það er stutt frá íbúðinni sem ég hef fengið.

Við munum búa mjög miðsvæðis og stutt í allt nema þá skólan minn sem er 140 km frá í Osló en ég þarf sem betur fer ekki að fara alla daga því námið er mikið verkefnavinna. 


Sver sig í ættina

1_handlangaraverki.jpg
Hér er Magnús Orri að hjálpa afa Smára að steypa stéttina í Norðurbyggðinni.  Það er spurning hvenær hann byrjar í handlanginu hjá afa og frænda. 

Tengdapabbi með málverkasýningu

Um helginna var Smári að útskrifast úr myndlistarnámi hjá Erni Inga og var með sýningu.  Heppnaðist útskriftin mjög vel og var margt um manninn á sýningunni.  Gaman var að sjá allar myndirnar hans svona á einum stað og hversu mikilli færni hann hefur náð í málningunni.

Til hamingju Smári.

Einnig Magnús Smári sem var að útskrifast sem múrari. 


Tvö lokahóf í vikunni

Það var mikið að gera í hófum í síðustu viku.  Fyrst heldum við lokahóf tippklúbbs karlkennara við Síðuskóla.  Mér gekk mjög vel í að tippa á leiki vetrarins og sigrðaði í lengjuleiknum og var síðan næst efstur í getraunaleiknum svo að ég fékk verðlaun fyrir besta heildarárangur vetrarins.  Einnig var bikarkeppni haldinn og þar komst ég í úrslit en það hafur nú ekki verið tilkynnt um hvernig úrslitaleikurinn fór.  Stjórn klúbbsins tilkynnir það örugglega á næstu dögum ef hún nær öll að koma saman.

Síðan var lokahóf í handboltanum á föstudag og heppnaðist mjög vel.  "Tarfarnir" grilluðu mjög góðan mat og síðan voru fjörlegar verðlauna afhendingar á eftir.

Þetta var mitt síðasta lokahóf í bili allavega þannig að ég fékk skemmtilega mynd frá stjórninni og síðan kosinn fljótasti þjálfarinn af leikmönnum því hliðarskref mín á hliðarlínunni þykja vera með því besta sem gerist. 

 


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband