Við skelltum okkur á skauta um helgina, reyndar bara MO þar sem við eigum ekki skauta. Þessi mynd er tekin í dag á skólalóðinni hans en það er búið að gera þetta fína skautasvell og krakkarnir mæta með skautana í skólann og eru á skautum í frímó. Ekki málið hjá kennurunum að aðstoða þau með að binda skauta og festa hjálma. Og í dag voru börn og fullorðinir í leik á öllum þremur skautasvellunum hér í nágrenninu. Svo var farið í kyndlagöngu frá miðbænum að kirkjunni sem er hér rétt við hliðin á okkur og minnst vitringanna þriggja og jólin kvödd.
Af handboltanum er lítið að frétta, æfingar og æfingaleikir fram til 8.feb. Áframhaldandi leit af leikmönnum, spurning um að fara leita til þeirra sem hafa boðið sig framm, þeirra bræðra Ste. og Try. og gömlu kempuna Björn Pálmason í stöðu skyttu :-), nei nei að öllu gamni slepptu þá er þetta ekkert gamanmál fyrir þjálfarann að vera í þessari stöðu.
Annars höfðum við það fínt um jólin, hittum marga, borðuðum mikið og sváfum lengi. Allt eins og það á að vera. Áttum svo góðan endasprett hjá Agnesi og co. í Garðabæ.
Anna fór í atvinnuviðtal á föstudaginn, aldrei áður lent í svona formlegu viðtali á mínum ferli sem hjúkka, en það eru víst margir um starfið og reyndi ég að svara af bestu getu um stefnu Norðmanna í öldrunarmálum. Ég ætla nú að kíkja upp á spítala aftur á morgun og taka stöðuna en svo virðist sem það sé frekar erfitt að fá vinnu hér sem hjú.fr.
Við höfum að sjálfsögðu fylgst með Íslendingunum í handboltanum, hittum þá nú marga í Keflavík á fimmtudaginn, en landsleikir hafa sem betur fer ekki verið ræddir mikið á æfingum helgarinnar.
Jæja látum fylgja með hérna aðra mynd af drengnum við uppvaskið, það má segja að hann sé alfarið tekin við því enda sá eini á heimilinu sem kemst nálægt réttri stærð við bekkinn.
Biðjum að heilsa í bili AS-ABog MOA
Flokkur: Bloggar | 7.1.2007 | 22:09 (breytt 11.1.2007 kl. 21:40) | Facebook
Nóv. 2024 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | |||||
3 | 4 | 5 | 6 | 7 | 8 | 9 |
10 | 11 | 12 | 13 | 14 | 15 | 16 |
17 | 18 | 19 | 20 | 21 | 22 | 23 |
24 | 25 | 26 | 27 | 28 | 29 | 30 |
Myndaalbúm
Tenglar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.