Til hamingju Fram

Þá er Íslandsmótinu lokið og var sigur Fram sangjarn þar sem þeir leiddu móti lengst af og héldu haus þrátt fyrir að Haukar pressuðu þá mikið.  

Mín skoðun er að þetta fyrirkomulag verði mun skemmtilegra heldur en hitt.  Nú ætti að reyna að raða saman í lokaumferðina þeim liðum sem eru líklegust til að vara á  toppnum þannig að það séu líkur á að fá hreinan úrslitaleik í síðustu umferð.

Guðmundur er búinn að byggja upp mjög gott lið þar sem góður varnarleikur er í fyrirrúmi og síðan agaður sóknarleikur.  Gaman verður að fylgjast með deildinni á næsta ári þegar öll átta liðin verða mjög jöfn.

Ætli við Þórsarar séum ekki þeir einu sem töpuðum ekki fyrir Fram í vetur því báðir leikirnir enduðu með jafntefli. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband