Helgin

Elverum guttar

Við áttum góða helgi hér í Norge. Byrjuðum á því á föstudag að bjóða strákunum í Elverum í mat. taco lasagnia, heimabaka ólífubrauð og salat. Voða lukka sem skilaði sér í góðum leik á sunnudag þar sem þeir unnu Fyllingen í æsispennandi leik. Magnús Orri var orðinn svo spenntur að undir lok leiksins vildi hann bara fara heim og há grét enda spennan í húsinu orðin gífurleg og mikill hávaði. En þá brugðum við á það ráð að slökkva á heyrnartækjunum og þá var nú allt miklu betra.

Á sunnudaginn fóru AB og MO á Glommendalsmuseum og vorum við .þar frá 13-16, ýmislegt var í boði fyrir börnin, akstur í hestakerru, föndur og tónleikar. Við fórum á tónleikana sem tóku 30 mín, það var verið að segja norskar jólasögur og syngja jólalög, mjög gaman þó að við höfum kannski ekki skilið alveg allt. Svo steypti MO kerti sem hann ætlar að kveikja á á aðfangadag hjá ömmu og afa. Þegar mamma kom í heimsókn þá fórum við í Skogmuseum og þar var í boði að byggja fuglahús, sem MO gerði og svo máluðu amma og MO það (sjá myndir).

Annars er bara verið að leggja síðustu hönd á jólagjafainnkaup, en miðað við fréttir undanfarna daga frá Ísl., Noregi og Danmörku um það að fólk sé alveg að missa sig í þessum innkaupum þá höfum við haldið okkur á mottunni, enda felast jólin ekki í þessum blessuðu veraldlegum gæðum sem fólk heldur að það verið hamingjusamara af, heldur að vera saman í sátt og samlyndi og njóta tímans saman.  Eru þið ekki sammála:-)

 

 


Amma og MO 28/12/06
Verið að steypa kerti
Piparkökubakstur
img_1407.jpg
Fuglahúsið komið

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband