Síðasti leikurinn í Eyjum

Ég mun stjórna mínum síðast leik með Þór  í Eyjum á laugardaginn.  Það verður líka notalegt að kveðja íslenska boltan með því að fluga með Twin Otter til Eyja því ófáa svitadropana hefur maður nú misst í henni hér á árum áður fyrir tíma rútuferðanna.

Það er alltaf gaman að spila í Eyjum og er nú minnistætt í fyrra þegar við vorum orðnir þrír inná vellinum. Dagfarsprúðustu menn misstu sig og spörkuðu í allt lauslegt á inniskónum nefnum enginn nöfn en fyrsti stafurinn er Maggi Eggerts enda kannski ekki langt að sækja knattspyrnuáhugan.  En sigur vanst þó og var hann enn sætari fyrir vikið. Við munum að sjálfsögðu gera allt okkar svo vel fari í þessum leik.  

 Svo verð ég að byðjast velvirðingar á því að hafa gleymt þessari utanlandsferð í upptalningunni í gær.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband