Ég mun fara í byrjun júní aftur út til Elverum og vera í viku með liðið og kynnast aðstæðum betur. Bæði leikmönnum, mínum aðstoðarmönnum og þeim sem munu starfa í kringum liðið.
Einnig ætla ég þá að reyna að finna íbúð til að leigja. Hún verður að vera mátulega stór því ég mun verða mikið einn þar sem Anna Brynja og Magnús Orri muni verða á Íslandi næsta vetur því hann er að byrja í fyrsta bekk og viljum við ekki trufla hann í sinni skólagöngu. En þau munu koma sex til átta sinnum út til mín næsta vetur svo að við verðum að hafa nóg pláss þá.
En síðan breittum við um áætlun í gær með sumarfríð. Við höfðum ætlað að ferðast um Ísland í sumar og vorum búin að fá lánað hjá pabba og mömmu fellihýsið þeirra en svo snerist okkur hugur og ég pantaði ferð fyrir okkur í tvær vikur til Lanzarote. Við förum út á afmælisdeginum hennar Önnu 20 júní og komum heim á afmælisdeginum hans pabba 4 júlí. Þetta verður örugglega frábær ferð þar sem ég hef aldrei farið í frí á sólarströnd áður, hlítur að vera kominn tími til að verða 36 ára.
Síðan mun ég fara til Noregs í lok júlí og byrja hjá Elverum 1. ágúst og síðan mun skólinn byrja í lok ágúst ( vonandi fæ ég inní en ég fæ ekki endanlegt svar fyrr en 20 júlí frá þeim ).
Nóv. 2024 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | |||||
3 | 4 | 5 | 6 | 7 | 8 | 9 |
10 | 11 | 12 | 13 | 14 | 15 | 16 |
17 | 18 | 19 | 20 | 21 | 22 | 23 |
24 | 25 | 26 | 27 | 28 | 29 | 30 |
Myndaalbúm
Tenglar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.11.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.