Komiði sæl vinir og vandamenn, nú hefur húsfreyjan tekið við blogginu þar sem bóndinn gerir lítið annað þessa dagana en að tala í símann víða um heim í leit að mönnum sem geta skorað mörk. Þannig að ef þið eruð á lausu eða vitið um einhvern sem þið teljið að geti skotið á mark fyrir smá summu þá látið hann endilega vita svo ég nái sambandi við hann aftur. Nei eins og þið sem fylgist með gangi mála í boltanum hefur árangurinn ekki verið upp á marga fiska að undanförnu en það er nú vonandi allt að lagast. Nánari fréttir um það síðar.
Magnús Orri er alltaf jafn ánægður í skólanum og þessa dagana er mikill undirbúningur fyrir jólin. Hann er greinilega alltaf að skilja meir og meir, þó við séum alltaf að brýna fyrir honum að hann verið að láta vita ef hann skilur ekki. Svo er hann byrjaður að æfa handbolta og frjálsar íþróttir og það á vel við hann enda sterkur og kraftmikill strákur. Honum leiðist heldur ekki að detta inn á æfingar hjá pabba sínum og fá þá athygli sem hann fær þar, strákarnir duglegir að láta hann skjóta á mark eða skjóta á hann og greinilegt að hann hefur markmannsgenin í sér. Á sunnudaginn fórum við með í rútunni til Vestli og það var mjög spennandi fyrir hann og á leiðinni heim var hann orðinn frekar þreyttur og í stuði þannig að strákarnir spiluðu alveg með hann og höfðu gaman af og útbjuggu þennan fína búning á hann sem þið sjáið á myndunum sem fylgja með.
Ég sjálf er aðallega í því þessa dagana að hlúa að þeim feðgum og gera svolítið jólalegt hjá okkur, á milli þess sem ég dett inn í mátunarklefana í HM og á þar notalega stund með sjálfri mér. Ég er þó aðeins farin að huga atvinnumálum, hef verið að hringja og grenslast fyrir. Hér er í boði framhaldsmenntun í skurð-svæfingar og gjörgæsluhjúkrun og gæti ég vel hugsað mér að fara vinna á gjörgæslu og taka framhaldsnám í því enda þekkt fyrir að vilja hafa smá action í kringum mig þegar ég er á annað borð í vinnu.
Nú annars fer bara að styttast í heimferð, við MO komum 17.des. og Axel 22.des. við förum svo öll saman aftur út 4.jan. Annars leiðréttir MO okkur alltaf þegar við erum að tala um að fara heim, hann segir að við séum heima og séum að fara út.
Jæja biðjum að heilsa í bili héðan frá Svenskebyvegen.
Flokkur: Bloggar | 5.12.2006 | 22:40 (breytt 6.12.2006 kl. 00:07) | Facebook
Nóv. 2024 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | |||||
3 | 4 | 5 | 6 | 7 | 8 | 9 |
10 | 11 | 12 | 13 | 14 | 15 | 16 |
17 | 18 | 19 | 20 | 21 | 22 | 23 |
24 | 25 | 26 | 27 | 28 | 29 | 30 |
Myndaalbúm
Tenglar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Ef þið hafið áhuga á feitum garðyrkjumeistara, þá er ég alveg óhræddur við að henda bolta. Annars eru bara nokkuð góðar fréttir úr Múlasíðunni.
Stebbi
Stefán Gunnarsson (IP-tala skráð) 6.12.2006 kl. 16:59
Greinilegt að við bræður hugsum stundum aðeins of líkt því ég ætlaði einmitt að bjóða mig fram í að skora mörk. Það er varla mjög flókið ef Axel sér til þess að hinir í liðinu haldi varnarmönnum og markmanni frá.
Annars góðar fréttir héðan úr Kópavoginum.
Kveðja, Tryggvi
Tryggvi Már (IP-tala skráð) 8.12.2006 kl. 17:48
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.