Íslandsmótið að enda

Spennan í dhl-deildinni er mikil það eru tvö lið að berjast um Íslandsmeistartitilin Fram og Haukar sem eru jöfn af stigum.

 Hvað ræðu því hvort liðið verður meistari ef þau verða jöfn?

Ég hélt að það væri innbyrðis viðureignir liðanna sem myndu ráð en síðan í gær var mér tjáð af einum þjálfara í deildinni að samkvæmt reglum þá ætti að leika úrslitaleik milli þeirra liða sem yrðu jöfn, þetta myndi aldeilis verða spennandi leikur milli  tveggja góðra liða.

Ef ekki verður úrslitaleikur þá er það nokkuð öruggt að Fram hefur sigrað mótið því þeir vinna alltaf Vík/fjölnir í síðasta leik.  En leikur FH og Hauka verður spennandi því að FH verður að vinna til þess að vera öryggir  uppi í úrvaldsdeild að ári, þar verður örugglega hart barist.

Síðan er spurning hvar sjónvarpið verður, ætli þeir komi til með að vera með beina útsendingu frá báðum leikjum?

Ef þeir ætla að gera lokaleikjunum góð skil tel ég að þeir verði að vera það, auk þess að fylgjast með leikjunum um "fallið". 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband