Veikindi á heimilinnu

Magnús Orri lagðist í flensu á aðfaranótt sunnudags og var með háan hita og hálsbólgu.  En var mun betri í dag en fór ekki í skólann.  Það gekk mjög vel hjá honum á fimmtudag og föstudag þegar hann fór einn og er hann mjög ánægður í skólanum.  Eina sem honum finnst vera að er að þetta sé meiri "leik"skóli en hann var vanur í Lundaskóla.  Mikið er lagt uppúr útiveru, samvinnu og væntumþykju.

Í þessari viku er verið að fjalla um Ísland og voru hann og Anna búin að búa til plaggat með myndum, vísum, sönglögum og uppskrift af skúffuköku sem hann ætlaði með í skólann í dag og var hann því frekar svekktur að komast ekki.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Sæl verið þið norðmenn. Gaman að koamast að þessari síðu. Kveðja frá hinni snjóþungu Akureyri. þar sem lífið liðast áfram í indælis ánægjuró. Stebbi & co

Stebbi Gunn (IP-tala skráð) 13.11.2006 kl. 22:01

2 identicon

Hæ, takk fyrir kveðjurnar á blogginu  Gaman að fleiri í fjölskyldunni skuli vera komnir fram á hinn rafræna ritvöll. netfangið mitt er tryggunnz hjá hotmail.com og það er líka msn adressan mín. Tryggvi.

Tryggvi Már (IP-tala skráð) 14.11.2006 kl. 09:09

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband