Nú er að fara yfir vikuna á heimilinu. Magnús Orri hefur verið í fimm daga í skólanum og hefur það gengið vel, og eru komin nokkur norsk orð. Við Anna höfum skipst á að fara með honum í skólann svo maður hefur haldið við kennara kaffidrykkjunni allavega. Það eru nokkuð aðrar áherslur í skólastarfinu hér og er t.d. alltaf útiskóli hjá honum á miðvikudögum og verður í allan vetur. Á fimmtudaginn lærði hann að tálga, fræddist um tréin, og nú er efst á óskalistanum hnífur til þess að hann geti tálgað heima.
Ég var með leik í vikunni og töpuðum við fyrir Sanderfjord á útivelli í leik þar sem við hreinlega mættum ekki til leiks fyrir en eftir 10 mínútur og var þá staðan orðin 8 - 2 svo eftir það var á brattan að sækja. En þeir hafa gott lið sem verður spennandi að fylgjast með á móti Fram evrópukeppninni. Við minnkuðum muninn í fjögur mörk í seinni hálfleik og vorum á nokkuð góðri leið að ná þeim en þá fengum við tvær mínútur og misstum þá aftur frá okkur. Siggi Ari spilaði nokkuð vel en var óheppinn með nokkur skot. Flóki er enn meiddur á mjöðm og gengur seint að fá bata við þessu þrátt fyrir skoðunn hjá hverjum sérfræðingnum að fætur öðrum en vonum við að hann sé nú á batavegi.
Á fimmtudaginn fórum við í kaffi til Erik sem er formaður Elverum handball en ein aðal tekjuöfluninn hjá klúbbum hér er að selja ullarfatnað frá Ullmax. Þegar kuldinn var orðinn 14 gráður á miðvikudaginn þá þurftum við að fá okkur ullarfatnað. Einnig lánaði hann Magnúsi Orra sparksleða sem allir nota hér og finnst Magnúsi þetta alveg frábært.
Í gær fórum við til Osló til að fara í Ikea og versla nokkra hluti sem okkur vantaði. Einnig fórum við út að borða þegar við vorum búin að koma hlutunum fyrir sem keyptir voru í ferðinni. Við Anna fórum gangandi en Magnús Orri fór á sleðanum sem Erik hafði lánað honum. Hér fylgja myndir af heimleiðinni í gærkveldi.
Flokkur: Bloggar | 5.11.2006 | 09:00 (breytt kl. 09:22) | Facebook
Nóv. 2024 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | |||||
3 | 4 | 5 | 6 | 7 | 8 | 9 |
10 | 11 | 12 | 13 | 14 | 15 | 16 |
17 | 18 | 19 | 20 | 21 | 22 | 23 |
24 | 25 | 26 | 27 | 28 | 29 | 30 |
Myndaalbúm
Tenglar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.