Sigur

Spenna

í kvöld unnum við NitHak 34 - 33 á heimavelli.  Við leiddum allan leikinn og fórum í 6 marka forustu en slökuðum á í restinna og gerðum þetta allt of spennandi.  Við áttum að klára þetta  þegar 10 mínútur voru eftir en klikkuðum á tveimur vítum og þeir gengu á lagið.

Nú gekk sóknarleikurinn mjög vel en varnarleikurinn var slakur megnið ef leiknum en NitHak sem hefur byrjað mjög ílla var komið með nýjan vinstri bakvörð sem er víst yfir 2 metra, eru með hann og góðan miðjumann sem okkur gekk erfiðlega að stoppa.

Siggi Ari spilaði mjög vel og var markahæstur með 8 mörk en Flóki sem ekkert hefur æft í viku kom inná um miðjan fyrri hálfleik en fann sig ekki.

það sem verst var að þegar ég ætlaði að fara að spila leikinn inná tölvunna og leikgreina hann þá hefur videomaðurinn klikkað og enginn leikur var á spólunni.  Svo ég held bara áfram að mála án nokkurs samviskubits á morgun stað þess að leikgreina.

Síðan er bikarleikur á miðvikudaginn við Haugaland úti og verð ég að núllstilla leikmenn fyrir hann svo við komum á fullri ferð í hann. Eftir að við unnum þá fyrir tveimur vikum í deildinni þá er alltaf erfitt að mæta liðum aftur svo stutt síðar. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Til lukku með þetta gamli. Þú klæárar svo miðvikudaginn og kemur hingað í snjóinn með bros á vör. Kv.Maggi

Magnús Eggertsson (IP-tala skráð) 16.10.2006 kl. 11:14

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband