Stofurnar búnar

Eins sést heur á bloggfærslunum hef ég verið önnum kafinn við að mála en nú eru stofurnar búnar og  er ég að fara að  koma húsgögnum á réttan stað.  Sögusagnir um að ég hafi fengið mér aðstoðarmenn eru sannar en þeir Flóki og Siggi Ari hafa komið í tvo daga og haft mjög gaman af enda er gaman að mála í góðum félagskap.  Einnig kom Hildur kærastan hans Sigga Ara með smá kvenlega innsýn á verkið.

Að vísu fór ég með Flóka í myndatöku til Lilleström á fimmtudaginn útaf mjaðmarmeiðslunum sem hann hefur átt í.  Ætlaði ég að nota ferðinna til þess að kaupa mér bækur í íþróttaháskólanum í Osló sem er stutt frá en þá var vörutalning í bókasölunni þennan dag.  

En ég hitti Þórir Hergeirsson í skólanum svo við gátum fengið okkur kaffi og spjallað um handbolta í tvo tíma svo ferð var nú ekki aveg til einskins.

það er nú alltaf gaman að spjalla um handbolta.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband