Fyrsti deildar sigurinn

Við unnum Haugaland í gær 27 - 23 á útivelli.  Við spiliðum mjög góða vörn sem skilaði okkur þessum sigri.  En sóknarleikurinn datt aftur niður og var ekki áferðarfallegur, minnti mig nokkuð á Þórsboltann með Aigars í stuð þegar ég var að greinan í dag  enda skilaði þetta okkur sigri.

Við byrjuðum vel og komumst fljótt  4. marka mun sem helst meira og minna allan leikinn.  En eftir að við höfðum spilað mjög vel í 20 mín kom baksla í sókninna og það var eins og við ætluðum að halda fengnum hlut sem er nu ekki vænlegt til árangurs í svo langan tíma.  Sem betur fer var vörnin frábær og markvarslan yfir 50% svo við lönduðum sigri.

Siggi Ari spilaði vel og skoraði 7 mörk og hefur líka verið að spila mjög góða vörn.  Flóki er meiddur á mjöðm og því lítið sem ekkert getað æft eða spilað en hann kom inná í einu víti og varði það mjög vel. 

En meiðsla listinn er alltaf langur og þegar einn er orðin góður kemur annar í staðinn nú er einn fingurbrotinn auk Flóka en Stig Rasck er aðeins að koma til og spilaði aðeins í gær 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Gunnar Níelsson

Til lukku með stigin, þau verða mörg áður en yfir lýkur.

Á sunnudaginn sé ég svo, (ja eru það ekki tæp 20 á liðin frá því að við settum saman Team Akureyri, þá að drekka eitthvað annað en Malt ?) Akureyri loks mæta til leiks. Ég hlakka til, sit líklega bara hjá Samma og við rífum kjaft saman við dómara leiksins !!!

Gangi þér vel í komandi leikjum og líka við pensil.

P.s treysti því að þú hafir Ringnes um hönd þegar þú málar.

Gunnar Níelsson, 5.10.2006 kl. 22:14

2 identicon

Til hamingju með stiginn. Horn í Síðu fylgist vel með þér.

Sigurður Arnarson (IP-tala skráð) 6.10.2006 kl. 19:46

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband