Að hugsa um eitthvað annað en handbolta

Nú hef ég nánast ekkert hugsað um annað en handbolta síðan ég kom hingað til Elverum vegna  þessara mistaka með skólann.   Það hefur verið mjög gaman og gott að vinna 100 % við áhugamál sitt en það er ekki sjálfgefið að fá það.

En nú finn ég að ég verð að gera eitthvað annað með og er ég að byrja að mála íbúðinna okkar en hún er frekar dökk núna þegar farið er að hausta.  Svo ég ætla að vera langt kominn þegar Anna og Magnús Orri flytja hingað í lok mánaðarins.

En fyrst er ég að undirbúa úti leik við Haugaland en það er rúmlega sólahrings ferðalag því við náum ekki flugi heim eftir leik og gistum því í Haugasund.  Þannig að maður byrjar á fullu á fimmtudag eða föstudag því næsti leikur er ekki fyrr en 15 október.

Ég kem síðan heim í nokkra daga frá 19. til 24. október og verður það mjög gaman. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Það er nú ótrúlegt að þú þurfir að hugsa um eitthvað annað en handbolta ....... við hittumst í heimferðinni þinni.
kv. Rúnar

rúnar (IP-tala skráð) 3.10.2006 kl. 08:54

2 identicon

Sæll minn kæri. Málaðu íbúðina málarahvíta,hengdu svo alvöru myndverk á veggina,þá mun þér allt í haginn ganga! Þú rekur svo nefið inn í "Idresshallen" í Íslandsheimsókn þinn.
Gangi þér allt í haginn kallinn minn. Kv. Samúel í Marki.

Samúel Jóhannsson (IP-tala skráð) 5.10.2006 kl. 20:14

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband