Sigur í bikarnum

Í kvöld unnum við Heimdal í bikarnum 33 - 27 eftir að hafa verið undir í hálfleik 19 - 16 og erum við þar með komnir í 8 liða úrslit í bikarnum.

Heimdal sem hafði unnið Kragerö í fyrsta leik í deildinni stórt eru nýliðar í úrvaldsdeildinni og hafa á að skipa nokkuð skemmtilegu liðið.

En við spiluðum mjög góða vörn í seinni hálfleik og unnum góðan sigur.  Siggi Ari skoraði fjögur mörk á afmælisdegi sínum en hann fór úr lið á litla fingri um miðjan fyrri hálfleik en kom aftur inná og kláraði leikinn.  Flóki var á bekknum allan leikinn þar sem Morten spilaði mjög vel en hann hefur verið að standa sig vel í bikarkeppninni. 

Þetta verður vonandi til þess að auka sjálfstraustið hjá leikmönnum. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Til hamingju með þetta !

Tókst þú hliðarskrefin ?

runar (IP-tala skráð) 27.9.2006 kl. 23:02

2 identicon

Hehe, það hafa örugglega verið nokkur góð hliðarskref. Til hamingju nú verður ekki aftur snúið.

Magnús Eggertsson (IP-tala skráð) 28.9.2006 kl. 08:19

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband