Skólamálin mín

Eins og margir vita ætlaði ég að fara í masters nám við íþróttháskólan í Osló í vetur og sótti um það fyrir   1. mars.  Eftir að hafa kannað mína möguleika í sumar þá var mér sagt af félaga mínum sem er í inntökunefnd skólans að ég væri með það marga punkta að það væri 99% öruggt að ég fengi inn.  Síðan leið og beið og aldrei kom endanlegt svar fyrr en ég kom hingað út í byrjun ágúst þá kom svarið að ég hefði ekki fengið inn vegna þess að það hafi yfir 200 sótt um og aðeins 60 verið teknir inn.  Ég var frekar svekktur með þetta og fannst þetta frekar skrýtið vegna fyrri upplýsinga og fór að kanna hvað hafi ollið þessum breytingum frá í sumar.

Einnig var félagi minn í nefndinni mjög undrandi á þessari niðurstöðu en hann hafði ekki verið á lokafundi nefndarinnar svo hann vissi ekki hvernig stóð á þessu en sagði mér að hafa samband við formann nefndarinnar. 

Þá var mér sagt að sú sem væri formaður inntökunefndarinnar hafi farið í frí eftir að hafa unnið í umsóknunum í allan júlí og kæmi ekki aftur fyrr en um miðjan september.  Ég sendi henni svo e-mail þar sem ég spurði út í þetta.  Fyrir viku fékk ég svo svar frá henni þar sem hún biður mig afsökunnar á þessum mistökum en ég hafi átt að fá inni í skólanum og þetta hafi allt verið mistök.

Fékk ég svo afsökunnar bréf frá skólanum og boð um að byrja í náminu en að fyrstu tveir kúrsarnir séu byrjaðir og það sé erfitt að byrja núna.

Eftir að hafa farið á fund með henni í skólanum þá var ákveðið að ég byrjaði um áramót og þá muni mér bara senka nema um hálft ár með námið vegna þessara mistaka.

Það er því hægt að segja að það var ekki bara handboltinn sem byrjaði frekar ílla fyrir mig hérna en núna er þetta vonandi allt á uppleið. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband