Ég var með frí á æfingu í dag þannig að það var rólegt hjá mér seinni partinn og ætlaði ég að skella mér i sund og gufu í sundhöllinni hér og slaka aðeins á.
En viti menn þegar ég kem þá segir afgreiðslustúlkan að það sé kvennatími, ok þá skelli ég mér bara í sund, nei það var líka bara kvennatími í sundlauginni og sagði stúlkan mér að ég gæti bara komið á morgun en þá væri karlatími. En á morgun er ég með æfingu svo ekki fer ég þá. Ég fór að hugsa þegar ég kom útí bíl hvernig það væri þegar Anna og Magnús Orri kæmu í nóvember þá gætum við ekki farið saman nema einhverja ákveðna daga.
Já þeir eru alltaf frekar furðulegir Norðmenn.
Nóv. 2024 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | |||||
3 | 4 | 5 | 6 | 7 | 8 | 9 |
10 | 11 | 12 | 13 | 14 | 15 | 16 |
17 | 18 | 19 | 20 | 21 | 22 | 23 |
24 | 25 | 26 | 27 | 28 | 29 | 30 |
Myndaalbúm
Tenglar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 1
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 3
- Frá upphafi: 508
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 3
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
það er mikið að þú áttar þig á því ;-þ
hilsen Runar
rs (IP-tala skráð) 19.9.2006 kl. 21:11
Já þeir eru frekar undarlegir þessir Norðmenn. Þið Anna getið þá aldrei farið í sund saman? Kv.Maggi
Magnús Eggertsson (IP-tala skráð) 20.9.2006 kl. 09:54
Axel minn taldi að þú vissir að svona mikið vatn eins og er að finna í sundlaugum en ekki neinn fiskur þýðir í raun að við eigum ekki erindi á þannig stað. Má þá daga þegar báðir vorum syntir sem steinar, líklega hefur þú náð betir tökum á því að herma eftir fiskum ég get ekkistátað af miklum sigrum hinsvegar.
Annars er ég mjög sáttur með það að hafa fundið síðuna þína, ég var altaf að þvælast með punkta í stað bandstriks.
Gangi þér vel með þína menn, ég mun tékka á þér daglega hér eftir.
Ps. Ekkert helv. grobb með 20 stiga hita við hér uppi viljum halda í okkar bleika fallega lit ekki eltast við annað.
Kv
nelson
Gunnar Níelsson, 25.9.2006 kl. 15:28
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.