Handboltinn á uppleið

Norska handknattleikssambandið hefur kynnt tölur sem vísa til þess að 16% aukning hefur orðið iðkenndum á síðasta ári.  Þeir hafa unnið markvist að því síðustu árin að auka fjölda iðkennda og eru nú að fá það til baka.

Síðan var mikil aukning áhorfenda á deildarleikjum á síðasta ári, sem varð til þess að nú ætlar TV2 að sýna tvo leiki beint í hverri umferð og vera með mikla umfjöllun um hverja umferð.  Þetta á örugglega eftir að auka áhugan mikið.

Síðan kom Drammen með það út í dag að þeir hafa sett upp fjárhagsáætlum uppá 12 milljónir norskar  ( ca. 131 milljón Ísl.) fyrir þetta tímabil.  Þeir ætla sér að hafa atvinnumannalið eftir fá ár og hafa byrjað með því að kaupa alla sýna  leikmenn fría frá vinnu tvo daga í viku til þess að æfa snemma á daginn.

Nú telja menn að stefnan verði sett á að halda í við Dani og komast á sama stall og þeir eru með sýna deildar í karla og kvenna boltanum. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband