Komiði sæl, ef einhver kemur hérna inn lengur. Það er langt síðan fréttir hafa borist af okkur um veraldarvefinn en er ekki alltaf sagt að engar fréttir eru góðar fréttir :-)
Við höfum átt bara góða tíma síðan síðast, afi Smári kom í heimsókn og fór öll fjölskyldan í Trysil á skíði (sjá myndir), við MO fórum svo heim til Íslands og áttum þar góða páska, héldum áfram á skíðum og ég fór í yndislegt brúðkaup hjá vinafólki mínu Öglu og Jónast.
Handboltavertíðinni er lokið og endaði bara vel, spilaðir voru 2 leikir i 8 liða úrslitum þannig að eftir hrakfarir vetrarins var þetta sannalega gleðilegt. Nú er bara undirbúningur fyrir næsta vetur að hefjast og er Elverumsingar nokkuð tregir í samningaviðræðum og misstu góðan mann Hannes Jón, góður spilari, og félagi í liði og ekki síst skemmtilegur heimilisvinur og verður sárt saknað af heimilismeðlimum.
Þennan hálfan mánuð sem frí hefur verið frá boltanum hefur Axel notað til að skrifa verkefni í Coaching-læring og ledelse. Verkefninu verður skilað á morgun og þá mun verða gerð vorhreingernig á heimilinu.
MO er byrjaður að æfa fótbolta og Axel er einn af þjálfurunum hans. Það er frekar ólíkt umhverfi sem hér er, borguð æfingagjöld (12.000. ísl.kr) en öll vinnan á foreldrum. Foreldrar sjá um þjálfun, dómgæslu, merkja velli fyrir leiki, hringja i liðið sem spila á við til að staðfesta leiktíma o.s.frv. Það verður allaf bara ákveðinn hópir sem sér um þessi mál og erum við Axel þáttakendur í því.
Ég sjálf komin 6 mánuði á leið og hef það bara fínt, er enn að vinna við heimahjúkrun og verð það eins lengi og ég get. Annars eru þetta svoddan lasarusar sem við erum með og jójó milli heimilis og sjúkrahúss að það reynir nú svolítið á að vera í vinnuni enda vinnuaðstaðan ekki alltaf upp á sitt besta.
Jæja setjum inn hérna nokkrar myndir undir nýjar myndir þó þær séu kannski ekki alveg nýjar. Reynum að fara bæta okkur.
Kv. AS-ABS og MOA
Nóv. 2024 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | |||||
3 | 4 | 5 | 6 | 7 | 8 | 9 |
10 | 11 | 12 | 13 | 14 | 15 | 16 |
17 | 18 | 19 | 20 | 21 | 22 | 23 |
24 | 25 | 26 | 27 | 28 | 29 | 30 |
Myndaalbúm
Tenglar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
gaman að heyra loksins frá ykkur, allt gott að frétta úr Múlasíðunni. Er farin að sjá fyrir endann á skólaárinu og langþráð sumarfrí í augsýn. Hafið það gott, bestu kveðjur
Ragna og Stebbi
Ragna Krsitjánsdóttir (IP-tala skráð) 12.5.2007 kl. 00:22
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.