Aftur komin til Elverum

Nú ætla ég að  vera í viku en ég kom í gær og ætla heim á sunnudag.  Það verður æft alla daga og stundum tvisvar á dag síðan verðu æfingaleikur við NitHak á laugardagin.

Ég ætla að nota tíman til þess að skoða betur aðstæður og klára ákveðna hluti kringum liðið.  Ég vona að leikmannamálin verði komin á hreint áður en ég fer heim.

Það verður gaman að mæta Halldóri Ingólfssyni í fyrsta leik í deildinni 10. september í Elverumhallen.  Ég ætla að vona að hann spili ekki svo ég sleppi við að lýsa fintunni hans á norsku.

Annars fór ég og skoðað Elvis skólan ( þetta er ekki rokkskóli fyrir þá sem héldu það ) heldur framhaldsskólin hér og höfðu þeir byggt þetta fína íþróttahús við skólan sem mynti á Síðuskólahúsið nema það var pláss fyrir 500 manns að horfa á.

Á fimmtudgin fer ég og skoða barnaskóla sem verður í hverfinu okkar og það verður gaman að sjá hvernig búið er að norskum börnum í byrjun skólagöngunnar. 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband