Til hamingju með markið Bjössi

Þegar ég skipti yfir á Sýn í kvöld í nokkrar mín. þá skoraði Sigurbjörn Hreiðarsson þetta glæsilega mark fyrir Val þar sem hann jafnaði leikinn við ÍA. Síðan næst þegar ég skipti þá var Valur búinn að vinna leikinn en Bjössi hafði kinnbeinsbrotnað og óska ég honum góðs bata.

Bjössi er einn skemmtilegasti karakter sem ég hef kynnst og voru árin okkar í Laugarvatni ógleymanleg.  Þar sem við keyrðum á milli  Reykjavíkur og Laugarvatns flesta daga ca. 210 km báðar leiðir ásamt Guðmundi Brynjólfssyni.   

Það sem lýsir Bjössa best að eftir að hann hafði rekið sig þrisvar upp í hilluna fyrir ofan rúmið sitt í herberginu okkar þá var hún tekin niður, ég hef aldrei orðið vitni að nokkrum sem var eins snöggur fram úr rúminu á morgnanna en hann, búinn að elda hafragrautinn,  taka armbeygjur og magaæfingar þegar við Gummi komum okkur framúr.

Í dag teldist Bjössi örugglega ofvirkur en hann hefur nýtt orku sina rétt og eru örugglega fáir leikmenn í jafngóðu líkamlegu formi og hann.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband