Það var mikið að gera í hófum í síðustu viku. Fyrst heldum við lokahóf tippklúbbs karlkennara við Síðuskóla. Mér gekk mjög vel í að tippa á leiki vetrarins og sigrðaði í lengjuleiknum og var síðan næst efstur í getraunaleiknum svo að ég fékk verðlaun fyrir besta heildarárangur vetrarins. Einnig var bikarkeppni haldinn og þar komst ég í úrslit en það hafur nú ekki verið tilkynnt um hvernig úrslitaleikurinn fór. Stjórn klúbbsins tilkynnir það örugglega á næstu dögum ef hún nær öll að koma saman.
Síðan var lokahóf í handboltanum á föstudag og heppnaðist mjög vel. "Tarfarnir" grilluðu mjög góðan mat og síðan voru fjörlegar verðlauna afhendingar á eftir.
Þetta var mitt síðasta lokahóf í bili allavega þannig að ég fékk skemmtilega mynd frá stjórninni og síðan kosinn fljótasti þjálfarinn af leikmönnum því hliðarskref mín á hliðarlínunni þykja vera með því besta sem gerist.
Nóv. 2024 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | |||||
3 | 4 | 5 | 6 | 7 | 8 | 9 |
10 | 11 | 12 | 13 | 14 | 15 | 16 |
17 | 18 | 19 | 20 | 21 | 22 | 23 |
24 | 25 | 26 | 27 | 28 | 29 | 30 |
Myndaalbúm
Tenglar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Tippklúbburinn er með 5 manna stjórn svo það er alveg óvíst að hún fundi á næstunni.
siggi (IP-tala skráð) 25.5.2006 kl. 19:46
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.