Í gær kom ég í fyrsta skipti til Elverum og fékk mjög góðar móttökur af öllum bæði mönnum og veðri þar sem það var sól og blíða.
Ég hitti leikmenn og hafði fund og æfingu með þeim. Norskan var nú aðeins styrð á fyrsta fundinum en ég vona að menn hafi skilið mig en ekki sagt bara já.
Leikmanna hópurinn er ágætur og eru þeir til í að leggja mikið á sig til að ná lengra en í ár. Reyndar höfðu þeir lokahóf kvöldið áður svo sumir voru aðeins þreyttir. Sigurður Ari er eini Íslendingurinn þarna og var gott að geta komið inn með nokkur íslensk orð inná milli og síðan verður gott að það er einhver sem skilur þegar maður fer að tala sýna íslensknorsku. Það eru tveir Túnisbúar í liðinu og síðan er verið með nokkra Svía í myndinni til að styrkja liðið svo að það verður fjör á fundunum þegar maður fer að útskýra hlutinna. Þetta bjargast nú allt enda er ég það mikill tungumálamaður.
Stjórnin var strax komnir með íbúð handa mér sem ég skoðaði í gær og er skemmtilegt parhús en það var 80 ára gömul kona sem átti heima þarna svo íbúðin er nokkuð í þeim stíl, meira um þetta seinna.
Síðan hefst þjálfaranámskeiðið í dag.
Bið að heilsa öllum heima.
Nóv. 2024 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | |||||
3 | 4 | 5 | 6 | 7 | 8 | 9 |
10 | 11 | 12 | 13 | 14 | 15 | 16 |
17 | 18 | 19 | 20 | 21 | 22 | 23 |
24 | 25 | 26 | 27 | 28 | 29 | 30 |
Myndaalbúm
Tenglar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.11.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
svona á þetta að vera. Gaman að fylgjast með þér gamli og gangi þér vel.
kannski verður þú fullnema í frönsku eftir helgi með Túnisbúum ?
runar (IP-tala skráð) 12.5.2006 kl. 14:44
Ég er fullviss um að þú gerir "VINNERA" úr þessu liði
siggi (IP-tala skráð) 12.5.2006 kl. 16:49
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.