Á skíðum

Kemur einn stökkvandi á gönguskíðunumHæ allir saman. Héðan frá okkur er allt gott að frétta, fundum í gær alveg frábært skíðasvæði hér rétt hjá og hlakkar okkur mikið til að fjölskyldan fái skíðin frá Íslandi. En Magnús Orri stóð sig vel, gekk tilbúna barnabraut upp á 600 m nokkru sinnum og renndi sér svo á stökkpöllim sem þarna voru. Við upplifum það að það sé miklu auðveldara fyrir þau að læra fyrst á gönguskíði, allavega er MO búinn að ná plóginu, beygjunum og að ganga upp halla á mjög stuttum tíma sem við börðumst við að kenna honum á svigskíðum í fyrra. En kannski ekki skrítið þar sem barnið fer gangandi á gönguskíðum í skólann og er á þeim allar fríminótur og bjargar sér sjálfur án þess að hafa foreldrana til að skipta sér af.

Það er nú líka að hlýna hjá okkur, síðastliðna daga hefur verið  svona 4-8 stiga frost miðað   við 20-23 gráðurnar í vikunni á undann. Magnús Orri varð svo slæmur af þurrki á höndunum, mig minnir að í gamla daga hafi verið talað um að maður væri með saxa á höndunum, en alla vega voru handarbökin á honum eins og á gömlum bónda. En það er nú allt að batna.

Anna er á leið til Ísl. í smá priv. erindagjörðum og kemur væntanlega til með að hitta einhverja.

Í gær buðum við heim Ísl. genginu í mat og var bara rosa gaman. Hressir strákar sem eiga örugglega eftir að gera góða hluti það sem eftirl lifir handboltavertíðar.

Setjum inn hérna nokkrar myndir af gærdeginum í albúmi Magnús Orri

Kv. frá Norge 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband