Hæ hæ allir, jæja þá er Magnús Orri búinn að fá sín fyrstu gönguskíði og í gær var skíðadagur í skólanum. Okkar maður náttúrulega bara tók þetta með trompi og fór á þrjóskunni einni saman upp brekkurnar og renndi sér niður og stökk á skíðunum. Skv. Hildi sem hjálpar honum í skólanum með norskukunnáttu þá fór hann þetta bara á þrjóskunni, með tárin í augunum en hann má náttúrulega ekki vera minni maður en hinir sem eru uppaldir á gönguskíðurm. Það er leikskóli hérna í götunni hjá okkur og þar eru litlu krílin á gönguskíðum, frábært að sjá. Annars er Hulda vinkona í heimsókn með stelpurnar sínar og er það frábært. Þær hafa fengið köldustu daga vetrarins s.l. 3 daga hefur verið um og yfir 20 mínusgráður, en fallegt er það, heiðskírt og glampandi sól. Svo byrja ég að vinna á mánudaginn þannig að loksins fer maður að vera eins og almennileg manneskja :-). Jæja best að fara dressa sig upp í ullarnærfötin sem Axel gaf mér í gær og fara út með liðið. Eigiði þið öll sömul góðan dag.
Mvh. Anna
Ath. nýjar myndir í myndaalbúmi-Magnús Orri (það þarf að klikka á nafnið þá koma allar myndir ;-)
Flokkur: Bloggar | 25.1.2007 | 10:21 (breytt kl. 10:34) | Facebook
Apríl 2025 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | 3 | 4 | 5 | ||
6 | 7 | 8 | 9 | 10 | 11 | 12 |
13 | 14 | 15 | 16 | 17 | 18 | 19 |
20 | 21 | 22 | 23 | 24 | 25 | 26 |
27 | 28 | 29 | 30 |
Myndaalbúm
Tenglar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (20.4.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.