Þegar ég sá að Ísland hafði náð 10 marka forustu á móti Frökkum ætlaði ég ekki að trúa því en ég er áttaði mig nú fljótt á því að þetta var handboltalandsliðið sem hefur sýnt að þeir geta allt.
En ekki voru félagar mínir hér í Noregi eins ánægðir með sýna menn sem ekki komust uppúr riðlinnum og voru blaðamenn strax farnir að tala um "fiasko". Það er nú ekki nema tvær vikur síðan þeir unnu okkur Íslendinga með tíu mörkum í æfingaleik en þeir telja nú ekki mikið.
Þegar ég fór svo að segja þeim að Ísland hafi þurft að slaka á í lokin til þess að vinna Frakka ekki of stórt, og þar með út úr keppninni sem hafði þýtt að við færum án stiga í milliriðla þá hristu þeir hreynlega hausin.
Annars er ég nú einn að þeim sem er svektur yfir að leikir Íslands sjáist ekki á netinnu en því var bjargað með að stilla skype myndavél á sjónvarpið í Norðurbyggðinni svo var fylgst með Úkraínuleiknum hér í Elverum en svo missti ég af Frakkaleiknum því miður.
Það er hreint ótrúlegt að Ísland eigi landslið í meðal þeirra allrabestu en svona er þetta nú ef hugsunarhátturinn er réttur. En við erum álíka mörg og íbúar Bergen og Århus svo það er frábært hjá okkur að eiga landslið meðal þeirra bestu.
Nú er bara að hvetja strákanna áfram!!!!!
Nóv. 2024 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | |||||
3 | 4 | 5 | 6 | 7 | 8 | 9 |
10 | 11 | 12 | 13 | 14 | 15 | 16 |
17 | 18 | 19 | 20 | 21 | 22 | 23 |
24 | 25 | 26 | 27 | 28 | 29 | 30 |
Myndaalbúm
Tenglar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.