Færsluflokkur: Íþróttir

Þá er fyrsti leikmaðurinn kominn

Elverum gekk i dag frá samning við miðjumann frá Vestli Fahad Awaleh sem er norskur miðjumaður. Hann verður góður liðsauki fyrir okkur enda vantaði tilfinnanlega miðjumann og er hann einnig sterkur varnarmaður.

Einnig er verið að vinna með tvo aðra leikmenn sem vonandi verða klárir á næstunni.  En þetta tekur alltaf lengri tíma en maður vill. 


Til hamingju með daginn

Til hamingju með daginn Þórsarar og árin 91 einnig er skylda að óska Bubba til hamingju með árin 50.

Hvert stefnum við ?

Eftir að hafa lesið um að 18 ára landslið okkar í drengja og stúlknaflokki  hafi tapað með 15 - 20 marka mun þá held ég að við verðum að setjast niður og fara yfir hvað betur má fara.

Unglingalandslið okkar eiga ekki að einkamál nokkurra manna eða kvenna, heldur verðum við að vinna vel að öllum málum t.d. með að hafa markmansþjáfara og styrktarþjálfara á þessum liðum.  Einnig þarf að kalla þessa leikmenn oftar saman og fara í gegnum hvað það er að stefna að því að verða afreksíþróttamaður.

Ef við ætlum að verða áfram stórþjóð í handbolt þá verðum við að vinna vel með unglingaliðin okkar og ekki líta á það sem sjálfsagðan hlut að eiga alltaf leikmenn á heimsklassa. 


Aftur komin til Elverum

Nú ætla ég að  vera í viku en ég kom í gær og ætla heim á sunnudag.  Það verður æft alla daga og stundum tvisvar á dag síðan verðu æfingaleikur við NitHak á laugardagin.

Ég ætla að nota tíman til þess að skoða betur aðstæður og klára ákveðna hluti kringum liðið.  Ég vona að leikmannamálin verði komin á hreint áður en ég fer heim.

Það verður gaman að mæta Halldóri Ingólfssyni í fyrsta leik í deildinni 10. september í Elverumhallen.  Ég ætla að vona að hann spili ekki svo ég sleppi við að lýsa fintunni hans á norsku.

Annars fór ég og skoðað Elvis skólan ( þetta er ekki rokkskóli fyrir þá sem héldu það ) heldur framhaldsskólin hér og höfðu þeir byggt þetta fína íþróttahús við skólan sem mynti á Síðuskólahúsið nema það var pláss fyrir 500 manns að horfa á.

Á fimmtudgin fer ég og skoða barnaskóla sem verður í hverfinu okkar og það verður gaman að sjá hvernig búið er að norskum börnum í byrjun skólagöngunnar. 

 


Til hamingju með markið Bjössi

Þegar ég skipti yfir á Sýn í kvöld í nokkrar mín. þá skoraði Sigurbjörn Hreiðarsson þetta glæsilega mark fyrir Val þar sem hann jafnaði leikinn við ÍA. Síðan næst þegar ég skipti þá var Valur búinn að vinna leikinn en Bjössi hafði kinnbeinsbrotnað og óska ég honum góðs bata.

Bjössi er einn skemmtilegasti karakter sem ég hef kynnst og voru árin okkar í Laugarvatni ógleymanleg.  Þar sem við keyrðum á milli  Reykjavíkur og Laugarvatns flesta daga ca. 210 km báðar leiðir ásamt Guðmundi Brynjólfssyni.   

Það sem lýsir Bjössa best að eftir að hann hafði rekið sig þrisvar upp í hilluna fyrir ofan rúmið sitt í herberginu okkar þá var hún tekin niður, ég hef aldrei orðið vitni að nokkrum sem var eins snöggur fram úr rúminu á morgnanna en hann, búinn að elda hafragrautinn,  taka armbeygjur og magaæfingar þegar við Gummi komum okkur framúr.

Í dag teldist Bjössi örugglega ofvirkur en hann hefur nýtt orku sina rétt og eru örugglega fáir leikmenn í jafngóðu líkamlegu formi og hann.


Að æfa til að fá að æfa til að fá að keppa

Þetta er smá heilræði sem Mats Olsson kom með á þjálfararáðstefnunni í Elverum um daginn.

Þetta hafði hann eftir Portúgalska styrktarþjálfaranum sem hann vinnur með.  Handboltamenn verða að æfa styrk og úthald til þess að fá að æfa handbolta og það verða þeir að gera til þess að fá að keppa, sem er nú það skemmtilegasta í þessu.

Notið sumarið vel með að auka styrk, snerpu og úthald það er besti tíminn til þess.   


Úrslit ljós

Þá er komið í ljós að allir unnu í sveitastjórnakosningunum í gær eða svo virtist allavega vera þegar hlustað er á frambjóðendur.  Það er helst framsókn sem hefur viðurkennt tap, ég haf að vísu ekki heyrt neitt frá oddvita þeirra hér á Akureyri með þetta.

Það er spurning hvernig þetta yrði ef við íþróttaþjálfarnarnir færum að tala svona eftir tapleiki að þetta sé sigur miðað við hverju Mogginn eða Fréttablaðið hafi spáð.  Tapið hafi nú ekki verið eins stórt og spáð hafi og því hafi leikurinn ekki tapast.

Íþróttirnar eru kannski einfaldari en stjórnamálin því þar er aðeins einn sem getur unnið gullið en hinir tapa gullinu. 


Þá eru það kosningarnar á morgun

Ég verð að muna að kjósa á morgun.  Síðan tekur við spennandi kosningavaka og verður gaman að sjá hvort ruv eða nfs verði með betri útsendingu.

Við Magnús  Orri erum bara tveir heima yfir helgina því Anna Brynja er á Siglufirði að vinna og munum  við örugglega gera okkur dagamun útaf kosningunum, síðan er bara að sjá hvor verður spenntari yfir úrslitunum.  Hann er allavega ákveðinn hvað hann myndi kjósa ef hann mætti. 


Sver sig í ættina

1_handlangaraverki.jpg
Hér er Magnús Orri að hjálpa afa Smára að steypa stéttina í Norðurbyggðinni.  Það er spurning hvenær hann byrjar í handlanginu hjá afa og frænda. 

Tengdapabbi með málverkasýningu

Um helginna var Smári að útskrifast úr myndlistarnámi hjá Erni Inga og var með sýningu.  Heppnaðist útskriftin mjög vel og var margt um manninn á sýningunni.  Gaman var að sjá allar myndirnar hans svona á einum stað og hversu mikilli færni hann hefur náð í málningunni.

Til hamingju Smári.

Einnig Magnús Smári sem var að útskrifast sem múrari. 


Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband