Færsluflokkur: Bloggar
Spennan í dhl-deildinni er mikil það eru tvö lið að berjast um Íslandsmeistartitilin Fram og Haukar sem eru jöfn af stigum.
Hvað ræðu því hvort liðið verður meistari ef þau verða jöfn?
Ég hélt að það væri innbyrðis viðureignir liðanna sem myndu ráð en síðan í gær var mér tjáð af einum þjálfara í deildinni að samkvæmt reglum þá ætti að leika úrslitaleik milli þeirra liða sem yrðu jöfn, þetta myndi aldeilis verða spennandi leikur milli tveggja góðra liða.
Ef ekki verður úrslitaleikur þá er það nokkuð öruggt að Fram hefur sigrað mótið því þeir vinna alltaf Vík/fjölnir í síðasta leik. En leikur FH og Hauka verður spennandi því að FH verður að vinna til þess að vera öryggir uppi í úrvaldsdeild að ári, þar verður örugglega hart barist.
Síðan er spurning hvar sjónvarpið verður, ætli þeir komi til með að vera með beina útsendingu frá báðum leikjum?
Ef þeir ætla að gera lokaleikjunum góð skil tel ég að þeir verði að vera það, auk þess að fylgjast með leikjunum um "fallið".
Bloggar | 23.4.2006 | 15:46 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Það var sætur sigur Liverpool í gær á Chelsea sem þýðir það að maður verður að fylgjast með úrslitaleiknum í Cardiff 13 maí.
En þá helgi hef ég skráð mig á þjálfaranámskeið í handbolta í mínum tilvonandi heimabæ Elverum svo að videotækið kemur sér vél eins og svo oft áður.
Annars mæli ég með því að Skapti Hallgríms verði sendur út því hann segist ekki hafa séð Liverpool tapa úrslitaleik með berum augum. Eitthvað hefur skaparinn verið lengi að átta sig á því að hann var mættur til Istanbul í fyrra, sennilega ekki fyrr en í hálfeik þegar Liverpool lá 3-0 undir en allir vita nú hvernig leikurinn fór.
Nú er bara að vona að Skapti skelli sér til Cardiff 13 maí þá getur maður verið rólegur á námskeiðinnu og horft síðan á fagnaðar læti á spólu.
Bloggar | 23.4.2006 | 15:26 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Það tókst því miður ekki að sigra Val í mínum síðasta heimaleik með Þórsliðið en nú verðum við að fara til Vestmannaeyja og vinna ÍBV.
Leikurinn í gær var baráttuleikur frá fyrstu mínútu til þeirra síðustu. Strákarnir lögðu sig virkilega í leikinn og spiluðu allir fínan leik. Allir leikmenn sem voru í hóp komu við sögu nema ég, en svona eru nú þessir þjálfarar þeir gera nú alltaf einhverjar vitleysur.
Það bætti það nú upp að stjórnin kom færandi hendi og veittu mér "blómmjöð" inní klefa eftir leikinn.
Leikurinn í gær sýndi að það er hægt að leika heimaleiki Þórs í Síðuskóla með því að gera smá breytingar á húsinu t.d. að stytta þá áhorfendabekki sem eru á veggjunum og bæta við fleirum.
Nú er bara að vona að stjórnendur bæjarins fari að huga að aðstöðu fyrir inniíþróttir norðan Glerár það er alveg klárt að áhugi er fyrir því bæði hjá handbolta- og körfuboltamönnum Þórs að leika í Síðuskóla.
Bloggar | 23.4.2006 | 10:16 (breytt kl. 10:21) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Í dag er síðasti heimaleikurinn minn með Þór og verður hann haldinn vonandi fyrir fullu húsi í Síðuskóla. Þetta verður jafnframt fyrsti leikur í 'Islandsmóti sem fer fram í Síðuskóla. Anstæðingarnir eru mínir gömlu félagar úr Val með Óskar Bjarna vin minn í broddi fylkingar.
Nokkur skörð verða liði Þórsara í dag þar sem hinir spræku Sindri Vestmanneyingur og Bjarni fyrirliði verða fjarri góðu gamni. En gamli jálkurinn Aigars verður á sínum stað með hinn reynsluboltann sér við hlið Rúnar kleinusölummann Sigtryggsson. Í kring verða svo hinir kornungu spræku leikmann liðsins.
Bloggar | 22.4.2006 | 10:48 (breytt kl. 10:48) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Nóv. 2024 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | |||||
3 | 4 | 5 | 6 | 7 | 8 | 9 |
10 | 11 | 12 | 13 | 14 | 15 | 16 |
17 | 18 | 19 | 20 | 21 | 22 | 23 |
24 | 25 | 26 | 27 | 28 | 29 | 30 |
Myndaalbúm
Tenglar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.11.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar