Handboltinn á uppleið

Norska handknattleikssambandið hefur kynnt tölur sem vísa til þess að 16% aukning hefur orðið iðkenndum á síðasta ári.  Þeir hafa unnið markvist að því síðustu árin að auka fjölda iðkennda og eru nú að fá það til baka.

Síðan var mikil aukning áhorfenda á deildarleikjum á síðasta ári, sem varð til þess að nú ætlar TV2 að sýna tvo leiki beint í hverri umferð og vera með mikla umfjöllun um hverja umferð.  Þetta á örugglega eftir að auka áhugan mikið.

Síðan kom Drammen með það út í dag að þeir hafa sett upp fjárhagsáætlum uppá 12 milljónir norskar  ( ca. 131 milljón Ísl.) fyrir þetta tímabil.  Þeir ætla sér að hafa atvinnumannalið eftir fá ár og hafa byrjað með því að kaupa alla sýna  leikmenn fría frá vinnu tvo daga í viku til þess að æfa snemma á daginn.

Nú telja menn að stefnan verði sett á að halda í við Dani og komast á sama stall og þeir eru með sýna deildar í karla og kvenna boltanum. 


Nóg að gera í ágúst

Við æfðum af krafti í ágúst og fórum í tvær æfinga og keppnisferðir.

Til samans æfðum við í 62 klukkustundir á þeim 35 æfingum sem við höfðum og spiluðum 13 leiki og síðan var einn frí dagur.  En nú styttist í fyrsta leik í deildinni svo að við tökum fyrsta helgarfríið nú um helginna frá 24 júli.  Það verða einhverjir glaðir með það. 

En við eigum þó bikarleik á föstudagskvöldinu í Osló 2 deildarliðið Kolbotn (sem er þekktast sem eitt besta kvenna knattspyrnulið Noregs) svo það verður stutt ferðalag fyrir fríið. 


Kominn í samband

Þá hef ég loksins fengið netsamband eftir að hafa beðið frá 4 ágúst.  Þannig að nú  verður maður að fara að koma með fréttir.

Annars átti ég líka að fá heimasíma í dag en það var víst ekki sami maðurinn sem gerir það svo að það verður einhver bið á því.  En þeir sem vilja ná í mig geta gert það núna í gegnum skype þar sem ég er undir axel-stef og Akureyri einnig er ég með gsm +47- 41142455.

 


Á leið heim til Elverum

Á morgun spilum við tvo leiki og síðan er haldið heim.  Þannig að ég veit ekki hvenar ég get flutt fréttir af mér næst.  Ég hef beðið eftir heimasíma og interneti í 10 dag svo það hlítur að fara að bresta á.

Annars er með Norðmenn eins og læknanna þegar maður tognar þetta er 4-6 vikur í bið. 


Tvö töp í dag

Við töpuðum fyrir sterkum liðum  Haslum og Drammen í dag.   Ég nenni ekki að skrifa um þessa leik þvi ég hef pirrað mig nóg og slakri spilamensku í sókn.

Skemmtilega við daginn að ég hitti nokkra gamla félaga í Haslum eins og liðstjóranna Rolf og Jan Erik sem eru enn að auk nokkra unga gutta sem voru þegar ég var þar.  Annars er klubburinn búinn að kaupa nýja menn í flestar stöður. 


Sigur í kvöld

Við spiluðum við Natteröy í fyrsta leik í Skjervågslegene í kvöld og unnuð 26 - 15 í leik sem við vorum yfir frá byrjun til  enda.

Við spilum á morgun við Haslum og annað hvort Drammen eða þýska annarardeildar bundesliguliðið Metterzimmern eftir því hvernig leikurinn við Haslum fer.

Það verður fróðlegt að sjá hvenig við stöndum miðað við þessi topplið.  


Á vandrerhjem

Já ég er nú á vandrerhjem í Tönsberg en það er farfuglaheimili á norsku, ekki fyrir vandræðamenn ef fólk heldur að ég sé lentur þar.  

Þessi farfuglaheimili eru að verða eins og hótel hér er ég með allt inná herbergi meira segja þráðlausa nettengingu og öll önnur nútíma þægindi. 

Það er alltaf gaman að koma til Tönsberg og ganga eftir göngugötunni sem er bryggjan og sjá fólk sitja úti og borða í snekkjunum sínum.  Einnig eru margir skemmtilegir útistaðir á bryggjuni til að borða á og fórum við á einn í kvöld. 


Fetar í fótspor gamla

Flottur

Þessa skemmtilegu mynd fékk ég senda af Magnúsi Orra í dag þar sem hann er að fara á furðufatadag í leikjaskólanum.  Nú er spurning hvort hann feti í fótspor pabba síns, hann hefur allavega farið í buxurnar hans. 

Hann verður að passa grænu buxurnar vel því ég hef aldrei  selt þær þrátt fyrir mörg gylliboð.


Koma sér af stað aftur að pikka

Nú er ég með Elverum strákana í æfingabúðir til Borre sem er smá bær stutt frá Tönsberg og Sandefjord og er ég með nettengingu á hótelinu svo ég get komið með smá frétti af mér.

Við  höfum verið hérna frá mánudagskvöldi og æft tvisvar á dag og spiluðum við Runar i Sanderfjord  í gærkveldi.

Við  höfðum sigur 29 - 23 í ágætisleg miðað við að þetta var sá fyrsti á nýju tímabili.  Menn nokkuð riðgaðir í sóknarleiknum en við spiluðum fína vörn og nokkrir "ung guttar" fengu að spreita sig,  vegna fjarveru fimm eldri leikmanna sem ekki voru með af ýmsum ástæðum.

  Við spilum í móti um helginna, þar spilum við 4 til 5 leiki eftir því hvernig gengur.

Síðan koma Magnús Orri og Anna út á þriðjudaginn og verður það alveg ljómandi gott að sjá þau aftur.

 


Til hamingju med daginn Magnus Orri

6 ara gaur

Magnus Orri er 6 ara i dag en eg gat tvi midur ekki verid heima thar sem eg er kominn til Elverum og byrjadi ad thjalfa a tridudaginn.

Eg er ekki kominn i internetsamband og verd tvi ad skrifa thetta her a norskt liklabord i skrifstofu handboltans i Elverum.

 


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband