Komiði sæl ættingjar og vinir nær og fjær sem kíkja á bloggið. Við erum búin að opna síðu á barnalandi fyrir börnin okkar sem er moa.barnaland.is eða fara inn á barnaland heimasíður og svo er það Ingibjörg Ösp og Magnús Orri og svo verður hún læst en lykilorðið getum við sent í pósti eða það fréttist milli ættingja og vina.
Annars er Axel í Danmörku og við hin heima í Norge og kúsum okkur í góðu veðri. Sú stutta dafnar vel er nú samt vakin á 3ja tíma fresti til að drekka þar sem hún er ennþá ansi gul, en við fórum með hana í blóðprufu á mánudaginn og það var allt í lagi.
Með kveðju Anna Brynja og börnin
Bloggar | 24.8.2007 | 07:45 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Ingibjörg Ösp heitir daman og er komin heim með mömmu sinni. Fyrsta nóttin gekk mjög vel og hefur móðirin ekki sofið eins vel s.l. 3 vikur sem hafa verið alveg ótrúlega annasamar í lífi okkur.
Mamma og nafna bregst ekki frekar en fyrri daginn og kom þegar við leituðum til hennar. Axel gat þá farið á fyrstu turneringu haustsins og vann sinn fyrsta leik.
Við viljum bara þakka fyrir allar gjafirnar sem komu með mömmu og eins kveðjurnar sem komu með henni-hringingar og sms. Ástarþakkir fyrir okkur.
Sendi hér með nýjar myndir kv. Anna
Sjá myndaalbúm Ingibjörg Ösp og e-mailinn axelanna@simnet.is
Bloggar | 11.8.2007 | 14:10 (breytt kl. 14:58) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Við Magnús Orri erum að setja inn nýjar myndir frá deginum í dag. Það verðu líka video með þeim systkinum frá í dag.
En allt hefur gengið vel og sú litla sofið í nánast allan dag.
Bloggar | 7.8.2007 | 20:51 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Magnús Orri varð stóribróðir í dag þegar það fæddist stelpa kl. 18.58 á fæðingardeildinni á Elverumsjúkrahúsi sem er ca. 300 metra frá heimili okkar.
Bæði henni og Önnu Brynju heilsast vel og gekk allt vel í fæðingunni.
Hún er 3195 gr og 51 cm að stærð en hún kom aðeins fyrir tíman því hún átti að koma í heiminn þann 19 ágúst.
Læt fylgja nokkrar myndir með sem eru í myndaalbúm.
Bloggar | 6.8.2007 | 22:24 (breytt kl. 22:31) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Við mæðgin kældum okkur niður í lauginni góðu sem við keyptum okkur fyrir helgi í dag en undanfarna daga hefur verið rosalega heitt rétt um 30°. Hitin reynist ófrísku konunni svolítið erfiður sérstaklega í vinnuni þegar mælirin sýnir 32 gráður eins og í vikunni og maður nær aldrei að láta air-kond. kæla bílinn milli heimsókna.
Annars fer að styttast í að mamma komi í heimsókn og svo fer MO með henni til Ísl. 1. júlí og verður í heimsókn í smá tíma.
Þeir feðgar eru dottnir í golfið og voru á forsíðu heimasíðu Elverum golf um daginn (elverumgolf.no). Þannig að þeir velja sér réttu tómstundirnar stangveiði og golf.
Læt fylgja hér með nokkrar myndir, biðjum annars að heilsa öllum.
Kveðja ABS, AS og MOA
Bloggar | 10.6.2007 | 17:04 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Meðan maður sér í sjónvarpsfréttum að Akureyringar renni sér á skíðum þá erum við feðgar farnir að stunda laxveiðar á fullu. Við fórum hér í Glommunna sem rennur í gegnum bæinn og er nokkuð af fisk í henni, en við höfum þó ekki fengið neitt enþá.
Við skruppum til Sandefjord um helginna og sáum íslenska unglinglandsliðið í handbolta norðurlandamóti þar. Við gistum þar eina nótt og komum svo við í Osló á leiðinni heim í gær, og litum á borgarlífið.
Læt fylgja með myndir frá 17. mai og fyrstu veiðiferðinni í Glommunna.
Bloggar | 28.5.2007 | 14:56 (breytt kl. 14:58) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Komiði sæl, ef einhver kemur hérna inn lengur. Það er langt síðan fréttir hafa borist af okkur um veraldarvefinn en er ekki alltaf sagt að engar fréttir eru góðar fréttir :-)
Við höfum átt bara góða tíma síðan síðast, afi Smári kom í heimsókn og fór öll fjölskyldan í Trysil á skíði (sjá myndir), við MO fórum svo heim til Íslands og áttum þar góða páska, héldum áfram á skíðum og ég fór í yndislegt brúðkaup hjá vinafólki mínu Öglu og Jónast.
Handboltavertíðinni er lokið og endaði bara vel, spilaðir voru 2 leikir i 8 liða úrslitum þannig að eftir hrakfarir vetrarins var þetta sannalega gleðilegt. Nú er bara undirbúningur fyrir næsta vetur að hefjast og er Elverumsingar nokkuð tregir í samningaviðræðum og misstu góðan mann Hannes Jón, góður spilari, og félagi í liði og ekki síst skemmtilegur heimilisvinur og verður sárt saknað af heimilismeðlimum.
Þennan hálfan mánuð sem frí hefur verið frá boltanum hefur Axel notað til að skrifa verkefni í Coaching-læring og ledelse. Verkefninu verður skilað á morgun og þá mun verða gerð vorhreingernig á heimilinu.
MO er byrjaður að æfa fótbolta og Axel er einn af þjálfurunum hans. Það er frekar ólíkt umhverfi sem hér er, borguð æfingagjöld (12.000. ísl.kr) en öll vinnan á foreldrum. Foreldrar sjá um þjálfun, dómgæslu, merkja velli fyrir leiki, hringja i liðið sem spila á við til að staðfesta leiktíma o.s.frv. Það verður allaf bara ákveðinn hópir sem sér um þessi mál og erum við Axel þáttakendur í því.
Ég sjálf komin 6 mánuði á leið og hef það bara fínt, er enn að vinna við heimahjúkrun og verð það eins lengi og ég get. Annars eru þetta svoddan lasarusar sem við erum með og jójó milli heimilis og sjúkrahúss að það reynir nú svolítið á að vera í vinnuni enda vinnuaðstaðan ekki alltaf upp á sitt besta.
Jæja setjum inn hérna nokkrar myndir undir nýjar myndir þó þær séu kannski ekki alveg nýjar. Reynum að fara bæta okkur.
Kv. AS-ABS og MOA
Bloggar | 29.4.2007 | 16:34 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Hér um helgina hefur verið mikil hátíð í Elverum. Martin´s heitir hún og er þessi hátíð 140 ára gömul. Í þá daga var þetta hátíð bændanna þar sem komið var með varning úr sveitinni í þéttbýlið til að selja og haldin vorum uppboð. Við myndum nú segja að mestur sjarminn væri farinn af þessari hátíð, mikil sölumennska og peningaplott. En það er gaman þegar hátíð er í bæ og tilbreyting frá hversdagsleikanum.
Magnús Orri skemmti sér konunglega í Tívólíi ásamt skólafélögum sínum en eftir tvær ferði í bollunum voru þeir víst orðnir frekar fölir. (sælla minninga þegar MSS kom grænn úr bollunum í Reykjavík).
Svo fór hann líka á snjósleða, svona barna Polaris og var alveg að fíla það. Og lýsingarnar á ferðunum voru alveg í anda frænda hans þó að við foreldrar hans og amma Hófa urðu ekki vitni að því þegar hann tók stökkin og velti :-)
Sjá meðfylgjandi myndir í Magnús Orri möppunni.
Kv. Frá Norge.
Bloggar | 10.3.2007 | 22:10 (breytt kl. 22:16) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Bloggar | 3.3.2007 | 20:25 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Bloggar | 3.3.2007 | 20:05 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Nóv. 2024 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | |||||
3 | 4 | 5 | 6 | 7 | 8 | 9 |
10 | 11 | 12 | 13 | 14 | 15 | 16 |
17 | 18 | 19 | 20 | 21 | 22 | 23 |
24 | 25 | 26 | 27 | 28 | 29 | 30 |
Myndaalbúm
Tenglar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar